Erlent

Maduro talinn sigurstranglegri

Birgir Þór Harðarson skrifar
Maduro Forsetaefni sósíalista veifar til fjöldans þegar hann mætir á kjörstað ásamt fjölskyldu sinni í Karkas, höfuðborg Venesúela í gær.nordicphotos/afp
Maduro Forsetaefni sósíalista veifar til fjöldans þegar hann mætir á kjörstað ásamt fjölskyldu sinni í Karkas, höfuðborg Venesúela í gær.nordicphotos/afp
Forsetakosningar í Venesúela fóru fram í gær, þær fyrstu eftir dauða Hugo Chavez forseta sem lést í síðasta mánuði.

Tveir frambjóðendur voru taldir líklegastir til að ná árangri í kosningunum, Nicolás Maduro, sitjandi forseti og eftirmaður Chavez, og Henrique Capriles, frambjóðandi hægrimanna. Capriles bauð einnig fram í forsetakosningunum árið 2012 gegn Chavez en varð að lúta í lægra haldi. Samt sem áður varð hann vinsælasti andstæðingur forsetans fyrrverandi síðan sósíalistar komust til valda árið 1999.

Stjórnarliðar hvöttu fólk alls staðar í landinu til að fara á kjörstað í gær. Maduro er talinn sigurstranglegri fari fleiri á kjörstað enda var Chavez vinsæll og Maduro hefur heitið því að fylgja stefnu hans.

Niðurstöður skoðanakannana síðustu vikna segja Maduro hafa forskot þó Capriles hafi sótt á undanfarið. Þess er vænst að úrslit kosninganna verði tilbúin í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×