Erlent

Gert að sýna brjóstahaldarastærðina í vinnunni

Körlum reynist misauðvelt að muna fatastærðir.
Körlum reynist misauðvelt að muna fatastærðir.
Afgreiðslustúlku sem starfaði í einni af verslunum undirfatakeðjunnar Change í Svíþjóð hafa verið dæmdar 50 þúsund sænskar krónur í bætur af félagsdómi, jafngildi um 900 þúsunda íslenskra króna.

Stéttarfélag konunnar kærði Change fyrir kynbundna mismunun þar sem henni hafði verið skipað að setja brjóstahaldarastærð sína á nafnspjaldið sitt.

Í frétt á viðskiptavefnum e24.no er greint frá því að talsmenn Change segi þetta ekki hafa verið skyldu. Afgreiðslustúlkan sagði hins vegar að um þrýsting hefði verið að ræða og henni hafi fundist krafan niðurlægjandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×