Erlent

Strokufanginn enn ófundinn

Birgir Þór Harðarson skrifar
Fanginn er talinn vera sérstaklega hættulegur. nordicphotos/afp
Fanginn er talinn vera sérstaklega hættulegur. nordicphotos/afp
Enn hefur ekkert spurst til Redoine Faid, strokufangans sem sprengdi sér leið út úr Sequedin-fangelsi nærri Lille í norðurhluta Frakklands á laugardag. Hann er alræmdur ræningi og þekktur glæpamaður í Frakklandi, að sögn breska ríkisútvarpsins.

Faid tók gísla þegar hann flúði fangelsið. Sprengiefnið á hann að hafa fengið í heimsókn konu sinnar í fangelsið. Gíslana frelsaði hann alla áður en hann lagði á flótta í bíl sem fannst brunninn við hraðbraut sunnan Lille.

Ríkissaksóknari í Frakklandi segir Faid vera sérlega hættulegan fanga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×