Erlent

Lærisveinn Chavez kjörinn forseti í Venezuela

Maduro, nýr forseti Venezuela, er fyrrverandi rútubílsstjóri.
Maduro, nýr forseti Venezuela, er fyrrverandi rútubílsstjóri.
Nicolas Maduro sigraði í forsetakosningum í Venesúela í gær.

Maduro fékk 50,6 prósent atkvæða, en Henrique Capriles, 49,1 prósent. Caprilles hefur gert athugasemdir við framkvæmd kosninganna og segir til dæmis að þrýst hafi verið á opinbera starfsmenn að kjósa Maduro en hann var settur forseti.

Maduro var áður rútúbílstjóri en gerðist sérlegur skjólstæðingur Hugo Chavez's og svo arftaki hans. Maduro hyggst halda áfram á sömu braut og Chavez; við sósíalíska stjórnarhætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×