Erlent

Rauðvín gagnast feitum lítt

Engin heilsubót felst í rauðvínsdrykkju séu menn of feitir.
Engin heilsubót felst í rauðvínsdrykkju séu menn of feitir.
Löngum hefur því verið haldið fram að hófleg rauðvínsdrykkja geti verið allra meina bót; komið í veg fyrir elliglöp, hjartasjúkdóma og jafnvel heyrnarleysi. En nú hafa rannsóknir danskra vísindamanna leitt í ljós að ekkert er algilt í þeim efnum. Þeir sem eru of feitir geta gleymt öllu því sem heitir heilsusamleg rauðvínsdrykkja því svo virðist sem of mikil fita í líkamanum komi í veg fyrir upptöku allra hugsanlegra heilsubótarefna berjanna sem í vínunum eru - en rannsóknin er birt í læknatímaritinu Diabetes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×