Erlent

Loftsteinn á austurströnd Bandaríkjanna

Kona í Richmond í Bandaríkjunum náði þessari mynd í gærkvöldi. Ekki hefur fengist staðfest hvort um loftsteininn sé að ræða.
Kona í Richmond í Bandaríkjunum náði þessari mynd í gærkvöldi. Ekki hefur fengist staðfest hvort um loftsteininn sé að ræða.
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur staðfest að loftsteinn hrapaði til jarðar á austurströnd Bandaríkjanna í nótt.

Fjölmargir íbúar á svæðinu urðu vitni að ljósadýrðinni þegar steinninn, sem var á stærð við fótbolta, braust í gegnum lofthjúpinn.

Það má segja að samskiptamiðlar hafi logað í kjölfar atviksins enda var bjarminn frá steininum mikill og áberandi. Sjaldgæft er að slíkir steinar nái alla leið til jarðar.

Vísindamenn hafa þó ekki getað útilokað það nú enda var loftsteinn nokkuð neðarlega þegar fyrstu tilkynningar um ferðir hans bárust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×