Erlent

Laus úr haldi mannræningja eftir fimmtán mánuði

Warren Rodwel ásamt lögreglumanni á Filippseyjum í morgun.
Warren Rodwel ásamt lögreglumanni á Filippseyjum í morgun. Nordicphotos/AFP
Ástralskur karlmaður, sem rænt var af heimili sínu á Filippseyjum fyrir fimmtán mánuðum, var látinn laus í morgun af hryðjuverkahópnum Abu Sayyaf, sem tengdur er Al Kaída.

Maðurinn, Warren Rodwell, sem er á sextugsaldri er sagður veikburða en engar fréttir höfðu borist af honum síðan í desember þegar mannræningjarnir birtu myndskeið af Rodwell á netinu.

Bobb Carr utanríkisráðherra Ástralíu þakkaði filippseyskum stjórnvöldum í morgun fyrir aðkomu sína að málinu. Ekki er vitað hvort að lausnarhald hafi verið greitt til að frelsa manninn úr prísundinni en mannræningjarnir eru enn með Svisslending, Japana og Hollending í haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×