Erlent

Boris Berzovsky allur

Boris Berezovsky
Boris Berezovsky Nordicphotos/AFP
Rússneski auðmaðurinn Boris Berzovsky fannst látinn á heimili sínu á Englandi í dag. Berezovsky var 67 ára gamall.

Dánarorsökin liggur ekki ljós fyrir en erlendir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Berezovksy var mikill andstæðingur Valdimir Putin, forseta Rússlands, og talið er að hann hafi lifað af fleiri en eina morðtilraun um ævina.

Andlátið kemur aðeins nokkrum mánuðum eftir að Berzovsky tapaði háum upphæðum í dómsmáli sem hann höfðaði gegn Roman Abramovich, eiganda knattspyrnufélagsins Chelsea.

Sakaði Berzovsky landa sinn um að hafa svikið hann í samningaviðræðum með olíufyrirtæki í Rússlandi. Var Berezovsky á endanum dæmdur til að greiða allan málskostnað Abramovich sem nam um sjö milljörðum íslenskra króna.

Heimildir Guardian segja að Berezovsky hafi glímt við þunglyndi undanfarna mánuði og lítið verið á meðal fólks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×