Bretar handtaka þá sem gagnrýna múslima Jóhannes Stefánsson skrifar 28. maí 2013 21:28 Mikil umræða hefur skapast um múslima í Bretlandi í kjölfar morðsins. Mynd/ AFP Breska lögreglan hefur tekið upp á því að handtaka fólk í skjóli nætur hafi það látið í ljós kynþáttafordóma eða gagnrýni á múslima á Twitter í kjölfar hrottafengna sveðjumorðsins á breskum hermanni í London. Morðingjarnir tveir voru íslamstrúar. Þrír menn eru í varðhaldi lögreglu eftir að hafa haft uppi óviðurkvæmileg ummæli á Twitter og Facebook. Árásin átti sér stað í Woolwich. Þar var ekið á Lee Rigby, en hann var trommuleikari í breska hernum. Hann var síðan stunginn og aflimaður á götunni þar sem hann lá í blóði sínu. Í myndbandi sem náðist af árásarmönnunum skömmu eftir árásina sögðu þeir árásina vera til að hefna múslima sem hefðu verið drepnir af breska hernum. Einn þeirra sem hafa látið gagnrýni falla á samskiptamiðlum hefur verið ákærður fyrir „skaðleg ummæli" á Facebook. Þá hafa tveir aðrir verið handteknir fyrir brot á almannareglulöggjöf, grunaðir um að hafa kynt undir kynþátta- og trúarhatur. Breska lögreglan staðfesti í yfirlýsingu að hún væri að handtaka fólk fyrir ummæli á samskiptamiðlum: „Mennirnir voru handteknir vegna gruns um brot á almannareglulöggjafar fyrir að hafa kynt undir trúar- eða kynþáttahatur. Rannsókn okkar á ummælum mannanna stendur yfir. Ummælunum var beint gegn hluta samfélags okkar. Ummæli af þessu tagi eru algjörlega óásættanleg og eru til þess fallin að valda meira meiri skaða hér í Bristol. Fólk ætti að hugsa sig um hvað það lætur út úr sér á samfélagsmiðlum vegna þess að afleiðingarnar geta verið alvarlegar," sagði rannsóknarlögreglumaður við breska fjölmiðla. Handtökurnar eru að undirlagi samtaka breskra múslima, en þau óttast það að viðhorf fólks til þeirra í kjölfar morðsins versni verði ekkert gert vegna ummæla fólks í þeirra garð. Nánar er fjallað um málið á vef Business Insider. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Breska lögreglan hefur tekið upp á því að handtaka fólk í skjóli nætur hafi það látið í ljós kynþáttafordóma eða gagnrýni á múslima á Twitter í kjölfar hrottafengna sveðjumorðsins á breskum hermanni í London. Morðingjarnir tveir voru íslamstrúar. Þrír menn eru í varðhaldi lögreglu eftir að hafa haft uppi óviðurkvæmileg ummæli á Twitter og Facebook. Árásin átti sér stað í Woolwich. Þar var ekið á Lee Rigby, en hann var trommuleikari í breska hernum. Hann var síðan stunginn og aflimaður á götunni þar sem hann lá í blóði sínu. Í myndbandi sem náðist af árásarmönnunum skömmu eftir árásina sögðu þeir árásina vera til að hefna múslima sem hefðu verið drepnir af breska hernum. Einn þeirra sem hafa látið gagnrýni falla á samskiptamiðlum hefur verið ákærður fyrir „skaðleg ummæli" á Facebook. Þá hafa tveir aðrir verið handteknir fyrir brot á almannareglulöggjöf, grunaðir um að hafa kynt undir kynþátta- og trúarhatur. Breska lögreglan staðfesti í yfirlýsingu að hún væri að handtaka fólk fyrir ummæli á samskiptamiðlum: „Mennirnir voru handteknir vegna gruns um brot á almannareglulöggjafar fyrir að hafa kynt undir trúar- eða kynþáttahatur. Rannsókn okkar á ummælum mannanna stendur yfir. Ummælunum var beint gegn hluta samfélags okkar. Ummæli af þessu tagi eru algjörlega óásættanleg og eru til þess fallin að valda meira meiri skaða hér í Bristol. Fólk ætti að hugsa sig um hvað það lætur út úr sér á samfélagsmiðlum vegna þess að afleiðingarnar geta verið alvarlegar," sagði rannsóknarlögreglumaður við breska fjölmiðla. Handtökurnar eru að undirlagi samtaka breskra múslima, en þau óttast það að viðhorf fólks til þeirra í kjölfar morðsins versni verði ekkert gert vegna ummæla fólks í þeirra garð. Nánar er fjallað um málið á vef Business Insider.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira