Kynfæri fimm stúlkna limlest á hverri mínútu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2013 14:40 Nordicphotos/Getty Í dag, 6. febrúar, er alþjóðlegur dagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna. Alþjóðlega mannréttindahreyfingin Amnesty birtir af því tilefni áhugaverðar staðreyndir í nýju myndbandi. Þar kemur fram að talið sé að um 180 þúsund stelpum í Evrópu standi ógn af limlestingum. Þá er fjallað um listaverk sem listamenn frá Belgíu, Brasilíu, Ítalíu og Kýpur hafa gert úr undirskriftum þeirra sem vilja aðgerðir í Evrópu vegna limlestinga. „Þegar stelpa er limlest er henni fagnað með hrósi og gjöfum en sársaukinn og áfallið verður með henni út lífið. Þegar hún fæðir barn rifjast það allt saman upp fyrir henni," segir í myndbandinu. Fjallað er um alþjóðlega daginn í nýju veftímariti um þróunarmál sem birt er á heimasíðu Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þar er vísað í frétt á vef upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu: „Ég sá hnífinn og vissi hvað myndi gerast. Ég hrópaði en fann engin orð," sagði Kady, stúlka frá Burkina Faso, þegar hún lýsti umskurðinum í viðtali við IRIN fréttastofuna. Oft er stúlkum ekki sagt frá því hvað sé í aðsigi til að tryggja að þær hlaupist ekki á brott. Kynfæra umskurður kvenna er stundaður í mörgum Afríkuríkjum auk nokkura ríkja í Asíu og Mið-Austurlöndum. Alþjóðlegur dagur gegn umskurði kvenna er haldinn 6. febrúar á hverju ári í því skyni að beina kastljósinu að þessu máli. Fram kemur að fjórar tegundir séu af umskurði kvenna en sú grófasta feli í sér að öll ytri kynfæri konunnar séu numin á brott. „Samkvæmt hefðinni er þetta gert með hníf eða oddhvössu blaði og síðan saumað fyrir með þyrnum eða nál. Engri svæfingu er beitt og lítt eða ekki sótthreinsað. Oftast er aðgerðin framkvæmd af einstaklingi sem nýtur sérstakrar virðingar í samfélaginu og er viðstaddur barnsfæðingar." Dr Rosemary Mburu, kvensjúkdómalæknir í Kenía telur að um 15% allra umskorinna stúlkna blæði út eða deyi af völdum sýkinga. Hins vegar eru 18% umskurða nú framkvæmdir á heilbrigðisstofnunum og fer slíkt í vöxt. Þökk sé vitundarvakningu í kjölfar herferða Sameinuðu þjóðanna og frjálsra félagasamtaka hefur árangur þó náðst við að vinna gegn umskurði.Nánar má lesa um málið í nýútkomnu veftímariti Þróunarsamvinnustofnunar Íslands þar sem hægt er að finna hlekki á frekari upplýsingar. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Í dag, 6. febrúar, er alþjóðlegur dagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna. Alþjóðlega mannréttindahreyfingin Amnesty birtir af því tilefni áhugaverðar staðreyndir í nýju myndbandi. Þar kemur fram að talið sé að um 180 þúsund stelpum í Evrópu standi ógn af limlestingum. Þá er fjallað um listaverk sem listamenn frá Belgíu, Brasilíu, Ítalíu og Kýpur hafa gert úr undirskriftum þeirra sem vilja aðgerðir í Evrópu vegna limlestinga. „Þegar stelpa er limlest er henni fagnað með hrósi og gjöfum en sársaukinn og áfallið verður með henni út lífið. Þegar hún fæðir barn rifjast það allt saman upp fyrir henni," segir í myndbandinu. Fjallað er um alþjóðlega daginn í nýju veftímariti um þróunarmál sem birt er á heimasíðu Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þar er vísað í frétt á vef upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu: „Ég sá hnífinn og vissi hvað myndi gerast. Ég hrópaði en fann engin orð," sagði Kady, stúlka frá Burkina Faso, þegar hún lýsti umskurðinum í viðtali við IRIN fréttastofuna. Oft er stúlkum ekki sagt frá því hvað sé í aðsigi til að tryggja að þær hlaupist ekki á brott. Kynfæra umskurður kvenna er stundaður í mörgum Afríkuríkjum auk nokkura ríkja í Asíu og Mið-Austurlöndum. Alþjóðlegur dagur gegn umskurði kvenna er haldinn 6. febrúar á hverju ári í því skyni að beina kastljósinu að þessu máli. Fram kemur að fjórar tegundir séu af umskurði kvenna en sú grófasta feli í sér að öll ytri kynfæri konunnar séu numin á brott. „Samkvæmt hefðinni er þetta gert með hníf eða oddhvössu blaði og síðan saumað fyrir með þyrnum eða nál. Engri svæfingu er beitt og lítt eða ekki sótthreinsað. Oftast er aðgerðin framkvæmd af einstaklingi sem nýtur sérstakrar virðingar í samfélaginu og er viðstaddur barnsfæðingar." Dr Rosemary Mburu, kvensjúkdómalæknir í Kenía telur að um 15% allra umskorinna stúlkna blæði út eða deyi af völdum sýkinga. Hins vegar eru 18% umskurða nú framkvæmdir á heilbrigðisstofnunum og fer slíkt í vöxt. Þökk sé vitundarvakningu í kjölfar herferða Sameinuðu þjóðanna og frjálsra félagasamtaka hefur árangur þó náðst við að vinna gegn umskurði.Nánar má lesa um málið í nýútkomnu veftímariti Þróunarsamvinnustofnunar Íslands þar sem hægt er að finna hlekki á frekari upplýsingar.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira