Assad segist ekki hafa notað efnavopn 26. ágúst 2013 08:40 Bahar al-Assad Sýrlandsforseti þvertekur fyrir að stjórnarherinn hafi beitt efnavopnum í árás á hverfi uppreisnarmanna. NordicPhotos/AFP Bashar al-Assad Sýrlandsforseti þvertekur fyrir að herir hans hafi beitt efnavopnum í árás á úthverfi Damaskusar í síðustu viku, en þar er talið að hundruð manna hafi látist. Bandaríkin segja engan vafa leika á því að stjórnarherinn beri ábyrgð á sprengjuárásinni sem var gerð á hverfi sem er undir stjórn uppreisnarhópa. Meðal annars var eiturgasi beitt í árásinni, en myndefni frá eftirleik árásarinnar vakti mikinn óhug um heim allan. Assad segir hins vegar í samtali við rússneska dagblaðið Izvestia að ásakanirnar á hendur stjórnarhernum séu sprottnar af pólitískum rótum. „Þetta er þvættingur!“ sagði Assad í viðtalinu sem birtist fyrr í morgun. „Þeir kasta fram ásökunum og svo fara þeir að safna gögnum.“ Forsetinn sagði að árás á umrætt hverfi myndi ekki þjóna tilgangi stjórnarhersins á nokkurn hátt, enda væru skilin milli yfirráðasvæða uppreisnarhópa og stjórnarhersins afar óljós. Sýrland samþykkti í gær að hleypa rannsóknarteymi frá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á vettvang til að rannsaka hvað átti sér stað þar, en AP fréttastofan hefur eftir háttsettum heimildarmanni í Hvíta húsinu að samkomulag um slíkt komi of seint til að vera trúverðugt. Frakkland, Bretland, Ísrael og allnokkrir bandarískir þingmenn hafa hvatt til hernaðaraðgerða gegn Assad ef sannað þykir að efnavopnum hefi verið beitt, þannig að niðurstöður rannsóknarteymisins gætu haft mikil áhrif á framvindu mála í Sýrlandi. Enda lýsti Barack Obama Bandaríkjaforseti því yfir á fyrri stigum borgarastyrjaldarinnar að notkun efnavopna þýddi að fari hafi verið yfir "rauða línu" þar sem Bandaríkin færu að velta fyrir sér beinum hernaðarafskiptum. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hernaðaríhlutun, en allar aðgerðir yrðu í samræmi við tilefnið. „Um það verður samið næstu daga,“ sagði Fabius í útvarpsviðtali í morgun og bætti því við að það myndi flækja málin ef ekki næðist samstaða á vettvangi SÞ. Allt væri þó enn uppi á borðum. „Það eina sem er útilokað er að gera ekki neitt,“ sagði hann. Í morgun sagði svo utanríkisráðherra Tyrklands að þeir væru tilbúnir í að grípa til aðgerða gegn Sýrlandsstjórn, hvort sem samþykki SÞ fengist eður ei. Sagði hann 36 eða 37 ríki væru að ræða valkosti í stöðunni. Tyrkland hefur stutt stjórnarandstöðuna í Sýrlandi, sem og uppreisnarhópa, með ráðum og dáð undanfarin misseri. Rússnesk yfirvöld, sem styðja Sýrlandsstjórn, sögðu í yfirlýsingu í síðustu viku að ásakanirnar gætu verið tilraun til þess að ná afla fylgis við stjórnarandstöðuhópana í Sýrlandi innan Öryggisráðs SÞ, og grafa undan tilraunum til að leysa stríðið með því að kalla til friðarsamningaviðræðna í Genf. Borgarastyrjöld hefur geysað í Sýrlandi í rúm tvö ár þar sem stjórnarherinn berst við fjölmarga hópa uppreisnarmanna sem miða að því að velta Assad af stóli. Hér má sjá nánari útlistun á því hvernig málum var komið fyrr í sumar. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti þvertekur fyrir að herir hans hafi beitt efnavopnum í árás á úthverfi Damaskusar í síðustu viku, en þar er talið að hundruð manna hafi látist. Bandaríkin segja engan vafa leika á því að stjórnarherinn beri ábyrgð á sprengjuárásinni sem var gerð á hverfi sem er undir stjórn uppreisnarhópa. Meðal annars var eiturgasi beitt í árásinni, en myndefni frá eftirleik árásarinnar vakti mikinn óhug um heim allan. Assad segir hins vegar í samtali við rússneska dagblaðið Izvestia að ásakanirnar á hendur stjórnarhernum séu sprottnar af pólitískum rótum. „Þetta er þvættingur!“ sagði Assad í viðtalinu sem birtist fyrr í morgun. „Þeir kasta fram ásökunum og svo fara þeir að safna gögnum.“ Forsetinn sagði að árás á umrætt hverfi myndi ekki þjóna tilgangi stjórnarhersins á nokkurn hátt, enda væru skilin milli yfirráðasvæða uppreisnarhópa og stjórnarhersins afar óljós. Sýrland samþykkti í gær að hleypa rannsóknarteymi frá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á vettvang til að rannsaka hvað átti sér stað þar, en AP fréttastofan hefur eftir háttsettum heimildarmanni í Hvíta húsinu að samkomulag um slíkt komi of seint til að vera trúverðugt. Frakkland, Bretland, Ísrael og allnokkrir bandarískir þingmenn hafa hvatt til hernaðaraðgerða gegn Assad ef sannað þykir að efnavopnum hefi verið beitt, þannig að niðurstöður rannsóknarteymisins gætu haft mikil áhrif á framvindu mála í Sýrlandi. Enda lýsti Barack Obama Bandaríkjaforseti því yfir á fyrri stigum borgarastyrjaldarinnar að notkun efnavopna þýddi að fari hafi verið yfir "rauða línu" þar sem Bandaríkin færu að velta fyrir sér beinum hernaðarafskiptum. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hernaðaríhlutun, en allar aðgerðir yrðu í samræmi við tilefnið. „Um það verður samið næstu daga,“ sagði Fabius í útvarpsviðtali í morgun og bætti því við að það myndi flækja málin ef ekki næðist samstaða á vettvangi SÞ. Allt væri þó enn uppi á borðum. „Það eina sem er útilokað er að gera ekki neitt,“ sagði hann. Í morgun sagði svo utanríkisráðherra Tyrklands að þeir væru tilbúnir í að grípa til aðgerða gegn Sýrlandsstjórn, hvort sem samþykki SÞ fengist eður ei. Sagði hann 36 eða 37 ríki væru að ræða valkosti í stöðunni. Tyrkland hefur stutt stjórnarandstöðuna í Sýrlandi, sem og uppreisnarhópa, með ráðum og dáð undanfarin misseri. Rússnesk yfirvöld, sem styðja Sýrlandsstjórn, sögðu í yfirlýsingu í síðustu viku að ásakanirnar gætu verið tilraun til þess að ná afla fylgis við stjórnarandstöðuhópana í Sýrlandi innan Öryggisráðs SÞ, og grafa undan tilraunum til að leysa stríðið með því að kalla til friðarsamningaviðræðna í Genf. Borgarastyrjöld hefur geysað í Sýrlandi í rúm tvö ár þar sem stjórnarherinn berst við fjölmarga hópa uppreisnarmanna sem miða að því að velta Assad af stóli. Hér má sjá nánari útlistun á því hvernig málum var komið fyrr í sumar.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent