Assad segist ekki hafa notað efnavopn 26. ágúst 2013 08:40 Bahar al-Assad Sýrlandsforseti þvertekur fyrir að stjórnarherinn hafi beitt efnavopnum í árás á hverfi uppreisnarmanna. NordicPhotos/AFP Bashar al-Assad Sýrlandsforseti þvertekur fyrir að herir hans hafi beitt efnavopnum í árás á úthverfi Damaskusar í síðustu viku, en þar er talið að hundruð manna hafi látist. Bandaríkin segja engan vafa leika á því að stjórnarherinn beri ábyrgð á sprengjuárásinni sem var gerð á hverfi sem er undir stjórn uppreisnarhópa. Meðal annars var eiturgasi beitt í árásinni, en myndefni frá eftirleik árásarinnar vakti mikinn óhug um heim allan. Assad segir hins vegar í samtali við rússneska dagblaðið Izvestia að ásakanirnar á hendur stjórnarhernum séu sprottnar af pólitískum rótum. „Þetta er þvættingur!“ sagði Assad í viðtalinu sem birtist fyrr í morgun. „Þeir kasta fram ásökunum og svo fara þeir að safna gögnum.“ Forsetinn sagði að árás á umrætt hverfi myndi ekki þjóna tilgangi stjórnarhersins á nokkurn hátt, enda væru skilin milli yfirráðasvæða uppreisnarhópa og stjórnarhersins afar óljós. Sýrland samþykkti í gær að hleypa rannsóknarteymi frá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á vettvang til að rannsaka hvað átti sér stað þar, en AP fréttastofan hefur eftir háttsettum heimildarmanni í Hvíta húsinu að samkomulag um slíkt komi of seint til að vera trúverðugt. Frakkland, Bretland, Ísrael og allnokkrir bandarískir þingmenn hafa hvatt til hernaðaraðgerða gegn Assad ef sannað þykir að efnavopnum hefi verið beitt, þannig að niðurstöður rannsóknarteymisins gætu haft mikil áhrif á framvindu mála í Sýrlandi. Enda lýsti Barack Obama Bandaríkjaforseti því yfir á fyrri stigum borgarastyrjaldarinnar að notkun efnavopna þýddi að fari hafi verið yfir "rauða línu" þar sem Bandaríkin færu að velta fyrir sér beinum hernaðarafskiptum. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hernaðaríhlutun, en allar aðgerðir yrðu í samræmi við tilefnið. „Um það verður samið næstu daga,“ sagði Fabius í útvarpsviðtali í morgun og bætti því við að það myndi flækja málin ef ekki næðist samstaða á vettvangi SÞ. Allt væri þó enn uppi á borðum. „Það eina sem er útilokað er að gera ekki neitt,“ sagði hann. Í morgun sagði svo utanríkisráðherra Tyrklands að þeir væru tilbúnir í að grípa til aðgerða gegn Sýrlandsstjórn, hvort sem samþykki SÞ fengist eður ei. Sagði hann 36 eða 37 ríki væru að ræða valkosti í stöðunni. Tyrkland hefur stutt stjórnarandstöðuna í Sýrlandi, sem og uppreisnarhópa, með ráðum og dáð undanfarin misseri. Rússnesk yfirvöld, sem styðja Sýrlandsstjórn, sögðu í yfirlýsingu í síðustu viku að ásakanirnar gætu verið tilraun til þess að ná afla fylgis við stjórnarandstöðuhópana í Sýrlandi innan Öryggisráðs SÞ, og grafa undan tilraunum til að leysa stríðið með því að kalla til friðarsamningaviðræðna í Genf. Borgarastyrjöld hefur geysað í Sýrlandi í rúm tvö ár þar sem stjórnarherinn berst við fjölmarga hópa uppreisnarmanna sem miða að því að velta Assad af stóli. Hér má sjá nánari útlistun á því hvernig málum var komið fyrr í sumar. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti þvertekur fyrir að herir hans hafi beitt efnavopnum í árás á úthverfi Damaskusar í síðustu viku, en þar er talið að hundruð manna hafi látist. Bandaríkin segja engan vafa leika á því að stjórnarherinn beri ábyrgð á sprengjuárásinni sem var gerð á hverfi sem er undir stjórn uppreisnarhópa. Meðal annars var eiturgasi beitt í árásinni, en myndefni frá eftirleik árásarinnar vakti mikinn óhug um heim allan. Assad segir hins vegar í samtali við rússneska dagblaðið Izvestia að ásakanirnar á hendur stjórnarhernum séu sprottnar af pólitískum rótum. „Þetta er þvættingur!“ sagði Assad í viðtalinu sem birtist fyrr í morgun. „Þeir kasta fram ásökunum og svo fara þeir að safna gögnum.“ Forsetinn sagði að árás á umrætt hverfi myndi ekki þjóna tilgangi stjórnarhersins á nokkurn hátt, enda væru skilin milli yfirráðasvæða uppreisnarhópa og stjórnarhersins afar óljós. Sýrland samþykkti í gær að hleypa rannsóknarteymi frá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) á vettvang til að rannsaka hvað átti sér stað þar, en AP fréttastofan hefur eftir háttsettum heimildarmanni í Hvíta húsinu að samkomulag um slíkt komi of seint til að vera trúverðugt. Frakkland, Bretland, Ísrael og allnokkrir bandarískir þingmenn hafa hvatt til hernaðaraðgerða gegn Assad ef sannað þykir að efnavopnum hefi verið beitt, þannig að niðurstöður rannsóknarteymisins gætu haft mikil áhrif á framvindu mála í Sýrlandi. Enda lýsti Barack Obama Bandaríkjaforseti því yfir á fyrri stigum borgarastyrjaldarinnar að notkun efnavopna þýddi að fari hafi verið yfir "rauða línu" þar sem Bandaríkin færu að velta fyrir sér beinum hernaðarafskiptum. Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hernaðaríhlutun, en allar aðgerðir yrðu í samræmi við tilefnið. „Um það verður samið næstu daga,“ sagði Fabius í útvarpsviðtali í morgun og bætti því við að það myndi flækja málin ef ekki næðist samstaða á vettvangi SÞ. Allt væri þó enn uppi á borðum. „Það eina sem er útilokað er að gera ekki neitt,“ sagði hann. Í morgun sagði svo utanríkisráðherra Tyrklands að þeir væru tilbúnir í að grípa til aðgerða gegn Sýrlandsstjórn, hvort sem samþykki SÞ fengist eður ei. Sagði hann 36 eða 37 ríki væru að ræða valkosti í stöðunni. Tyrkland hefur stutt stjórnarandstöðuna í Sýrlandi, sem og uppreisnarhópa, með ráðum og dáð undanfarin misseri. Rússnesk yfirvöld, sem styðja Sýrlandsstjórn, sögðu í yfirlýsingu í síðustu viku að ásakanirnar gætu verið tilraun til þess að ná afla fylgis við stjórnarandstöðuhópana í Sýrlandi innan Öryggisráðs SÞ, og grafa undan tilraunum til að leysa stríðið með því að kalla til friðarsamningaviðræðna í Genf. Borgarastyrjöld hefur geysað í Sýrlandi í rúm tvö ár þar sem stjórnarherinn berst við fjölmarga hópa uppreisnarmanna sem miða að því að velta Assad af stóli. Hér má sjá nánari útlistun á því hvernig málum var komið fyrr í sumar.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent