Áfangasigur fyrir Assad 6. júní 2013 07:00 Liðsmenn Assads lögðu undir sig landamæraborgina Qusair í fyrrinótt, eftir þriggja vikna hörð átök. Margir merkja með þessu nokkur kaflaskil í borgarastríðinu þar sem staða Assads er mun sterkari en uppreisnarmanna. NordicPhotos/AFP Vatnaskil urðu í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi í fyrrinótt þegar hersveitir Bashars al-Assad lögðu undir sig borgina Qusair, sem er steinsnar frá landamærunum við Líbanon. Bæði tryggir þetta aðgang að Líbanon og samgöngur milli höfuðborgarinnar Damaskus og Miðjarðarhafsstrandarinnar þar sem höfuðvígi alavíta, ættbálks Assads sjálfs, er að finna. Sigur stjórnarhersins í Qusair gæti eflt framsókn hans víðar í landinu, meðal annars í miðhluta Sýrlands þar sem uppreisnarhópar hafa náð fótfestu á síðustu mánuðum. Stríðið hefur geisað í rúm tvö ár og talið er að um 70.000 manns hafi látið lífið og milljónir hafi hrakist brott af heimilum sínum. Átökin staðfesta einnig að Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa hafið virka þátttöku í stríðinu við hlið Assads. Sú staðreynd hefur vakið áhyggjur manna af því að átökin kunni að berast yfir landamærin til Líbanons. Bassam Al-Dada, talsmaður Frelsishers Sýrlands, lét hafa eftir sér að hefndaraðgerðir væru í vændum gegn Hezbollah. „Afleiðinganna mun verða vart innan landamæra Líbanons. Þetta er upphafið að endalokunum fyrir samtökin.“ Hundruð særðra borgara voru innlyksa í borginni á meðan á umsátrinu stóð en þó tókst læknum að flytja um 300 manns til aðhlynningar í nærliggjandi bæjum. Talskona Rauða krossins sagði að samtökin hefðu fengið vilyrði frá stjórnvöldum í Damaskus fyrir því að komast inn í Qusair þegar aðgerðum þar lýkur að fullu. Líklegt að efnavopnum hafi verið beitt Einungis tveir dagar eru síðan Frakkland og Bretland héldu því fram fullum fetum að sýrlenski stjórnarherinn hafi notast við taugagasið sarín í aðgerðum sínum. Jafnframt kvað skýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna á um að „margt benti til þess“ að efnavopnum hefði verið beitt í fjórum tilvikum í stríðinu. Evrópusambandið ákvað nýlega að framlengja ekki vopnasölubann til Sýrlands, sem gefur möguleika á að styrkja uppreisnarliða. Rússar, helstu bandamenn Assads, hafa komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti sér í málefnum Sýrlands og hafa einnig selt stjórnarhernum vopn. Bandaríkin hafa haldið sig til hlés að mestu en Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur sagt að ákvörðun um beina þátttöku verði endurskoðuð ef staðfest verði að her Assads hafi notað efnavopn. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira
Vatnaskil urðu í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi í fyrrinótt þegar hersveitir Bashars al-Assad lögðu undir sig borgina Qusair, sem er steinsnar frá landamærunum við Líbanon. Bæði tryggir þetta aðgang að Líbanon og samgöngur milli höfuðborgarinnar Damaskus og Miðjarðarhafsstrandarinnar þar sem höfuðvígi alavíta, ættbálks Assads sjálfs, er að finna. Sigur stjórnarhersins í Qusair gæti eflt framsókn hans víðar í landinu, meðal annars í miðhluta Sýrlands þar sem uppreisnarhópar hafa náð fótfestu á síðustu mánuðum. Stríðið hefur geisað í rúm tvö ár og talið er að um 70.000 manns hafi látið lífið og milljónir hafi hrakist brott af heimilum sínum. Átökin staðfesta einnig að Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa hafið virka þátttöku í stríðinu við hlið Assads. Sú staðreynd hefur vakið áhyggjur manna af því að átökin kunni að berast yfir landamærin til Líbanons. Bassam Al-Dada, talsmaður Frelsishers Sýrlands, lét hafa eftir sér að hefndaraðgerðir væru í vændum gegn Hezbollah. „Afleiðinganna mun verða vart innan landamæra Líbanons. Þetta er upphafið að endalokunum fyrir samtökin.“ Hundruð særðra borgara voru innlyksa í borginni á meðan á umsátrinu stóð en þó tókst læknum að flytja um 300 manns til aðhlynningar í nærliggjandi bæjum. Talskona Rauða krossins sagði að samtökin hefðu fengið vilyrði frá stjórnvöldum í Damaskus fyrir því að komast inn í Qusair þegar aðgerðum þar lýkur að fullu. Líklegt að efnavopnum hafi verið beitt Einungis tveir dagar eru síðan Frakkland og Bretland héldu því fram fullum fetum að sýrlenski stjórnarherinn hafi notast við taugagasið sarín í aðgerðum sínum. Jafnframt kvað skýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna á um að „margt benti til þess“ að efnavopnum hefði verið beitt í fjórum tilvikum í stríðinu. Evrópusambandið ákvað nýlega að framlengja ekki vopnasölubann til Sýrlands, sem gefur möguleika á að styrkja uppreisnarliða. Rússar, helstu bandamenn Assads, hafa komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti sér í málefnum Sýrlands og hafa einnig selt stjórnarhernum vopn. Bandaríkin hafa haldið sig til hlés að mestu en Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur sagt að ákvörðun um beina þátttöku verði endurskoðuð ef staðfest verði að her Assads hafi notað efnavopn.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira