Áfangasigur fyrir Assad 6. júní 2013 07:00 Liðsmenn Assads lögðu undir sig landamæraborgina Qusair í fyrrinótt, eftir þriggja vikna hörð átök. Margir merkja með þessu nokkur kaflaskil í borgarastríðinu þar sem staða Assads er mun sterkari en uppreisnarmanna. NordicPhotos/AFP Vatnaskil urðu í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi í fyrrinótt þegar hersveitir Bashars al-Assad lögðu undir sig borgina Qusair, sem er steinsnar frá landamærunum við Líbanon. Bæði tryggir þetta aðgang að Líbanon og samgöngur milli höfuðborgarinnar Damaskus og Miðjarðarhafsstrandarinnar þar sem höfuðvígi alavíta, ættbálks Assads sjálfs, er að finna. Sigur stjórnarhersins í Qusair gæti eflt framsókn hans víðar í landinu, meðal annars í miðhluta Sýrlands þar sem uppreisnarhópar hafa náð fótfestu á síðustu mánuðum. Stríðið hefur geisað í rúm tvö ár og talið er að um 70.000 manns hafi látið lífið og milljónir hafi hrakist brott af heimilum sínum. Átökin staðfesta einnig að Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa hafið virka þátttöku í stríðinu við hlið Assads. Sú staðreynd hefur vakið áhyggjur manna af því að átökin kunni að berast yfir landamærin til Líbanons. Bassam Al-Dada, talsmaður Frelsishers Sýrlands, lét hafa eftir sér að hefndaraðgerðir væru í vændum gegn Hezbollah. „Afleiðinganna mun verða vart innan landamæra Líbanons. Þetta er upphafið að endalokunum fyrir samtökin.“ Hundruð særðra borgara voru innlyksa í borginni á meðan á umsátrinu stóð en þó tókst læknum að flytja um 300 manns til aðhlynningar í nærliggjandi bæjum. Talskona Rauða krossins sagði að samtökin hefðu fengið vilyrði frá stjórnvöldum í Damaskus fyrir því að komast inn í Qusair þegar aðgerðum þar lýkur að fullu. Líklegt að efnavopnum hafi verið beitt Einungis tveir dagar eru síðan Frakkland og Bretland héldu því fram fullum fetum að sýrlenski stjórnarherinn hafi notast við taugagasið sarín í aðgerðum sínum. Jafnframt kvað skýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna á um að „margt benti til þess“ að efnavopnum hefði verið beitt í fjórum tilvikum í stríðinu. Evrópusambandið ákvað nýlega að framlengja ekki vopnasölubann til Sýrlands, sem gefur möguleika á að styrkja uppreisnarliða. Rússar, helstu bandamenn Assads, hafa komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti sér í málefnum Sýrlands og hafa einnig selt stjórnarhernum vopn. Bandaríkin hafa haldið sig til hlés að mestu en Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur sagt að ákvörðun um beina þátttöku verði endurskoðuð ef staðfest verði að her Assads hafi notað efnavopn. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira
Vatnaskil urðu í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi í fyrrinótt þegar hersveitir Bashars al-Assad lögðu undir sig borgina Qusair, sem er steinsnar frá landamærunum við Líbanon. Bæði tryggir þetta aðgang að Líbanon og samgöngur milli höfuðborgarinnar Damaskus og Miðjarðarhafsstrandarinnar þar sem höfuðvígi alavíta, ættbálks Assads sjálfs, er að finna. Sigur stjórnarhersins í Qusair gæti eflt framsókn hans víðar í landinu, meðal annars í miðhluta Sýrlands þar sem uppreisnarhópar hafa náð fótfestu á síðustu mánuðum. Stríðið hefur geisað í rúm tvö ár og talið er að um 70.000 manns hafi látið lífið og milljónir hafi hrakist brott af heimilum sínum. Átökin staðfesta einnig að Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa hafið virka þátttöku í stríðinu við hlið Assads. Sú staðreynd hefur vakið áhyggjur manna af því að átökin kunni að berast yfir landamærin til Líbanons. Bassam Al-Dada, talsmaður Frelsishers Sýrlands, lét hafa eftir sér að hefndaraðgerðir væru í vændum gegn Hezbollah. „Afleiðinganna mun verða vart innan landamæra Líbanons. Þetta er upphafið að endalokunum fyrir samtökin.“ Hundruð særðra borgara voru innlyksa í borginni á meðan á umsátrinu stóð en þó tókst læknum að flytja um 300 manns til aðhlynningar í nærliggjandi bæjum. Talskona Rauða krossins sagði að samtökin hefðu fengið vilyrði frá stjórnvöldum í Damaskus fyrir því að komast inn í Qusair þegar aðgerðum þar lýkur að fullu. Líklegt að efnavopnum hafi verið beitt Einungis tveir dagar eru síðan Frakkland og Bretland héldu því fram fullum fetum að sýrlenski stjórnarherinn hafi notast við taugagasið sarín í aðgerðum sínum. Jafnframt kvað skýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna á um að „margt benti til þess“ að efnavopnum hefði verið beitt í fjórum tilvikum í stríðinu. Evrópusambandið ákvað nýlega að framlengja ekki vopnasölubann til Sýrlands, sem gefur möguleika á að styrkja uppreisnarliða. Rússar, helstu bandamenn Assads, hafa komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti sér í málefnum Sýrlands og hafa einnig selt stjórnarhernum vopn. Bandaríkin hafa haldið sig til hlés að mestu en Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur sagt að ákvörðun um beina þátttöku verði endurskoðuð ef staðfest verði að her Assads hafi notað efnavopn.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira