Erlent

Feitir bílstjórar

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Bílstjórar eru alltof feitir, og hjúkrunarkonur einnig, merkilegt nokk.
Bílstjórar eru alltof feitir, og hjúkrunarkonur einnig, merkilegt nokk.

Hefur starf manna eitthvað með þeirra vaxtalag að gera? Nýlegar rannsóknir benda til að svo sé. Ef þú ert rútubílsstjóri er einn á móti þremur að þú eigir við offituvanda að stríða.

Nýleg könnun leiðir í ljós að vöruflutninga- og rútubílstjórar eru sú starfsstétt sem helst á við offituvanda að stríða í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á Today.com og sem byggir á viðamikilli könnun sem Gallup-Healthways Well-Being Index gerði, en hringt var með slembiúrtaki í 138,438 einstaklinga eldri en 18 ára. Niðurstaðan leiddi í ljós að 36,4 prósent af bílstjórum eru alltof feitir.

Meira en einn af hverjum fjórum þeirra sem starfa í verksmiðju reyndust of feitir einnig, skrifstofufólk var einnig of þungt sem og hjúkrunarkonur. Ástæður offituvandans eru raktar til lélegra launa, óheilbrigðis í mataræði, skorts á hreyfingu og sögu um þunglyndi.

Ed Watt ók strætó í Brooklyn og Manhattan í um tuttugu ár en starfar nú sem yfirmaður heilsu- og öryggisráðs fyrir bílstjóra í Bandaríkjunum segir að sér komi þessar niðurstöður ekki á óvart. Eðli starfsins er kyrrseta mikinn hluta dagsins og menn eigi erfitt með að komast frá, jafnvel á salernið. Þá býður starfið upp á það að menn eru mikið á ferðinni og þá er skyndibitinn nærtækur. Um álagsstarf að ræða, mikil viðvera og menn hafa því ekki mikið svigrúm til að stunda æfingar.

Samkvæmt miðstöð um sjúkdóma og forvarna er einn þriðji fullorðinna í Bandaríkjunum of feitur og á síðasta ári greindi Reuters frá því að árlegur kostnaður vegna offitu hefði aukist verulega undanfarin ár, og megi meta á um 190 billjón bandaríkjadala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×