Erlent

Morsi hrakinn frá völdum

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Abdel Fattah Al- Sisi sagði frá brotthvarfi Mohammed Morsi í egypska ríkissjónvarpinu rétt í þessu.
Abdel Fattah Al- Sisi sagði frá brotthvarfi Mohammed Morsi í egypska ríkissjónvarpinu rétt í þessu. MYND/AFP
Abdel Fattah Al- Sisi, yfirmaður hersins í Egyptalandi, lýsti því yfir í kvöld að Mohamed Morsi, forseta Egyptalands, hefði verið steypt af stóli. Forseti stjórlagadómstólsins mun setjast í forsetastólinn til bráðabirgða, en efnt verður til nýrra forsetakosninga innan skamms.

Milljónir manna hafa mótmælt á götum úti í Egyptalandi síðustu daga og krafist þess að Morsi segði af sér. Hernum var ákaft fagnað þegar hann lét til skarar skríða fyrr í dag og ljóst var að Morsi myndi annað hvort neyðast til að segja af sér eða yrði gert að hætta.

Þegar ljóst var að Morsi væri ekki lengur forseti brutust út mikil fagnaðarlæti á Tahrír-torgi þar sem flugeldar voru sprengdir og fólk fagnaði ákaft. Þó er líklegt að til frekari átaka komi á milli andstæðinga og stuðningsmanna Morsi á næstunni.

Nánar á The Guardian.


Tengdar fréttir

Fresturinn að renna út í Egyptalandi

Innan fárra stunda rennur út frestur sá, sem egypski herinn gaf Morsi forseta til þess að ná samkomulagi við andstæðinga sína. Yfirmenn hersins hafa setið á fundum í morgun og búa sig undir næstu skref.

Vara Íslendinga við ferðum til Egyptalands

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Egyptalands, að frátöldum ferðamannastöðum við Rauðahaf, vegna ótryggs ástands þar í landi.

Egypski herinn lætur til skarar skríða

Brynvarðar bifreiðar egypska hersins eru víða á götunum í Kaíró ásamt vopnuðum hermönnum. Morsi forseti hefur verið kyrrsettur, en enn er þess beðið að herinn gefi út yfirlýsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×