Erlent

Fresturinn að renna út í Egyptalandi

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Átök á götum Kaíró. Stuðningsmenn forsetans og andstæðingar.
Átök á götum Kaíró. Stuðningsmenn forsetans og andstæðingar. Nordicphotos/AFP
Íbúar Egyptalands bíða þess nú að til tíðinda dragi þegar frestur sá, sem herinn gaf Múhamed Morsí forseta rennur út. Herinn hefur boðað breytingar, en ekki tilgreint í hverju þær verði fólgnar. 

Morsi forseti ítrekaði seint í gærkvöld að hann ætli ekki að segja af sér, heldur verjast af öllum mætti. Hann sakar stuðningsmenn forvera síns, Hosni Mubarak, um að notfæra sér óánægjuölduna til að reyna að steypa sér af stóli.

Spenna hefur verið á götum Kaíró og fleiri borga landsins. Tugir manna hafa látist í átökum og hundruð eru særðir.

Yfirmenn hersins hafa kallað El Baradei, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar, á sinn fund, ásamt leiðtogum bæði múslima og kopta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×