Erlent

Vara Íslendinga við ferðum til Egyptalands

Frá Egyptalandi
Frá Egyptalandi mynd/afp
Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Egyptalands, að frátöldum ferðamannastöðum við Rauðahaf, vegna ótryggs ástands þar í landi.

Ráðuneytið fylgist með þróun mála og ráðleggur fólki eindregið að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja t.d. norrænu ríkjanna, sem eru með sendiráð í landinu. Hægt er að nálgast vefsíðurnar á vef ráðuneytsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×