Heimildarákvæði um sölu flugvallarsvæðis gleymdist Kristján Már Unnarsson skrifar 21. nóvember 2013 19:04 Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. Vegna mistaka í fjármálaráðuneyti gleymdist að gera ráð fyrir að heimildin yrði endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Nýi Skerjafjörður kallast hverfið sem borgin er að skipuleggja en þar er gert ráð fyrir sex- til áttahundruð íbúðum. Kynningarmyndir sýna fjögurra hæða blokkir en nánari útfærsla er eftir. Þessi áform byggja á samkomulagi Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, og Katrínar Júlíusdóttur, þáverandi fjármálaráðherra frá því í mars um að ríkið selji borginni umrætt land. Samningurinn kveður á um að afsal verði fyrst gefið út þegar innanríkisráðuneyti eða Isavia hefur formlega gefið út tilkynningu um að lokun flugbrautarinnar hafi tekið gildi gagnvart öllu flugi. Sérkennilegt orðalag í heimildargrein gildandi fjárlaga er einnig bremsa en hún heimilar aðeins sölu á landi sem er fyrir „utan flugvallargirðingu". Isavia þarf því fyrst að færa girðinguna áður en selja má landið en samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu var það meðvituð ákvörðun að orða þetta með þessum hætti til að tryggja að landið yrði ekki selt án samþykkis flugmálayfirvalda. Þessi heimild rennur hins vegar út núna um áramótin og í fjárlagafrumvarpinu er ekki gerð tillaga um að endurnýja heimildina fyrir næsta ár, þar er hins vegar gert ráð fyrir heimild til að semja um lóð undir samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll. Frá embættismanni í fjármálaráðuneyti fengust þær upplýsingar í dag að vegna mistaka hafi gleymst að setja inn í fjárlagafrumvarpið áframhaldandi heimild til að selja borginni flugvallarsvæðið en tillaga verði gerð til fjárlaganefndar Alþingis á næstu dögum um að úr því verði bætt. Ríkið getur ekki selt land án samþykkis Alþingis. Ef borgin á að fá þetta svæði undir íbúðabyggð virðist því blasa við að leggja þarf fram sérstaka tillögu vegna fjárlagagerðar fyrir jól. Það gæti því reynt á það á Alþingi á næstu vikum hvort meirihluti sé fyrir því að klípa af flugvallarsvæðinu. Tengdar fréttir Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. Vegna mistaka í fjármálaráðuneyti gleymdist að gera ráð fyrir að heimildin yrði endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Nýi Skerjafjörður kallast hverfið sem borgin er að skipuleggja en þar er gert ráð fyrir sex- til áttahundruð íbúðum. Kynningarmyndir sýna fjögurra hæða blokkir en nánari útfærsla er eftir. Þessi áform byggja á samkomulagi Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, og Katrínar Júlíusdóttur, þáverandi fjármálaráðherra frá því í mars um að ríkið selji borginni umrætt land. Samningurinn kveður á um að afsal verði fyrst gefið út þegar innanríkisráðuneyti eða Isavia hefur formlega gefið út tilkynningu um að lokun flugbrautarinnar hafi tekið gildi gagnvart öllu flugi. Sérkennilegt orðalag í heimildargrein gildandi fjárlaga er einnig bremsa en hún heimilar aðeins sölu á landi sem er fyrir „utan flugvallargirðingu". Isavia þarf því fyrst að færa girðinguna áður en selja má landið en samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu var það meðvituð ákvörðun að orða þetta með þessum hætti til að tryggja að landið yrði ekki selt án samþykkis flugmálayfirvalda. Þessi heimild rennur hins vegar út núna um áramótin og í fjárlagafrumvarpinu er ekki gerð tillaga um að endurnýja heimildina fyrir næsta ár, þar er hins vegar gert ráð fyrir heimild til að semja um lóð undir samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll. Frá embættismanni í fjármálaráðuneyti fengust þær upplýsingar í dag að vegna mistaka hafi gleymst að setja inn í fjárlagafrumvarpið áframhaldandi heimild til að selja borginni flugvallarsvæðið en tillaga verði gerð til fjárlaganefndar Alþingis á næstu dögum um að úr því verði bætt. Ríkið getur ekki selt land án samþykkis Alþingis. Ef borgin á að fá þetta svæði undir íbúðabyggð virðist því blasa við að leggja þarf fram sérstaka tillögu vegna fjárlagagerðar fyrir jól. Það gæti því reynt á það á Alþingi á næstu vikum hvort meirihluti sé fyrir því að klípa af flugvallarsvæðinu.
Tengdar fréttir Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24
Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27
Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11