Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2013 12:11 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hins vegar áfram ætla að beita sér fyrir því að flugvöllurinn haldi öllum þremur brautum. Hanna Birna, sem fer með flugmálin í ríkisstjórninni, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að staðið yrði við samkomulag gagnvart borginni um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þegar hún var nánar spurð um hvernig staðið yrði að lokun brautarinnar var svarið: „Það verður auglýst að henni verði lokað. Svo þurfa menn að skoða hvernig haldið verður á því. En það er alveg skýrt. Það er til samskonar öryggisbraut fyrir suðvesturhornið á Keflavík og hún verður nýtt.” -En hvenær verður henni þá lokað? „Það verður auglýst núna fyrir áramót, borgin stefnir að því. Og síðan verður henni hugsanlega lokað um mitt næsta ár, í lok næsta árs, og það verður auðvitað þannig að þá tekur við ný öryggisbraut. Þannig að örygginu verður ekki ógnað.” Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsir sig hins vegar alfarið andvígan lokun brautarinnar. Hann var spurður nánar um hvernig hann hygðist framfylgja þeirri stefnu og hvort sala flugvallarlands gæti gerst án samþykkis Alþingis: „Það var nú einmitt gagnrýnt töluvert á sínum tíma hvernig að þessu var staðið, meðal annars að Alþingi hefði ekkert komið að þessu. Að sjálfsögðu finnst mér að þetta þurfi að koma hér inn í þing. En þetta minnir okkur á að það er ennþá hægt að stoppa þetta, að vinda ofan af þessu.” -Munt þú þá slá á puttana á innanríkisráðherra? „Innanríkisráðherra hefur ekki verið að fallast á neitt nýtt varðandi þessa þriðju flugbraut. Hún hefur bara undirritað með borgarstjóra upprifjun á því sem hafði verið samþykkt á síðasta kjörtímabili. En ég tel hins vegar alveg hægt að vinda ofan af því.” -Og munt þú sjá til þess að það verði gert? „Ég mun beita mér, að sjálfsögðu. En það skiptir höfuðmáli hverjir verða í meirihluta í borginni eftir næstu borgarstjórnarkosningar.” -En þú sem forsætisráðherra, munt þú, ef ég skil þig rétt, gera þitt til að sjá til þess að flugvöllurinn verði áfram með þremur brautum? „Ég mun já beita mér fyrir því. Enda tel ég það langæskilegasta fyrirkomulagið af ýmsum ástæðum. Það mun verða augljóslega auðveldara að beita sér fyrir því ef borgarstjórnin er sammála.” Óvissa hefur einnig verið um framtíð kennsluflugs og annarrar starfsemi á vellinum. Forsætisráðherra var spurður um hvort til stæði að víkja því burt: „Þar erum við aftur bara að tala um fyrri ákvarðanir, ekki ákvarðanir sem verið er að taka núna, og alls ekki ákvarðanir sem innanríkisráðherra hefur verið að beita sér fyrir. Svoleiðis að mér finnst að það sé eðlilegt að endurskoða það, eins og annað sem menn gerðu á síðasta kjörtímabili.” -Sérðu það fyrir þér að Reykjavíkurflugvöllur verði þá bara í óbreyttri mynd í nánustu framtíð? „Já, ég held að það væri bara mjög æskileg niðurstaða.” -Og kannski með nýrri flugstöð? „Það þarf augljóslega að fara að byggja þarna eitthvað upp. Það er takmarkað svigrúm hjá ríkinu, sem stendur, eins og menn þekkja. En það hlýtur að vera langtímaáætlun að bæta aðstöðuna,” svaraði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hins vegar áfram ætla að beita sér fyrir því að flugvöllurinn haldi öllum þremur brautum. Hanna Birna, sem fer með flugmálin í ríkisstjórninni, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að staðið yrði við samkomulag gagnvart borginni um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þegar hún var nánar spurð um hvernig staðið yrði að lokun brautarinnar var svarið: „Það verður auglýst að henni verði lokað. Svo þurfa menn að skoða hvernig haldið verður á því. En það er alveg skýrt. Það er til samskonar öryggisbraut fyrir suðvesturhornið á Keflavík og hún verður nýtt.” -En hvenær verður henni þá lokað? „Það verður auglýst núna fyrir áramót, borgin stefnir að því. Og síðan verður henni hugsanlega lokað um mitt næsta ár, í lok næsta árs, og það verður auðvitað þannig að þá tekur við ný öryggisbraut. Þannig að örygginu verður ekki ógnað.” Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsir sig hins vegar alfarið andvígan lokun brautarinnar. Hann var spurður nánar um hvernig hann hygðist framfylgja þeirri stefnu og hvort sala flugvallarlands gæti gerst án samþykkis Alþingis: „Það var nú einmitt gagnrýnt töluvert á sínum tíma hvernig að þessu var staðið, meðal annars að Alþingi hefði ekkert komið að þessu. Að sjálfsögðu finnst mér að þetta þurfi að koma hér inn í þing. En þetta minnir okkur á að það er ennþá hægt að stoppa þetta, að vinda ofan af þessu.” -Munt þú þá slá á puttana á innanríkisráðherra? „Innanríkisráðherra hefur ekki verið að fallast á neitt nýtt varðandi þessa þriðju flugbraut. Hún hefur bara undirritað með borgarstjóra upprifjun á því sem hafði verið samþykkt á síðasta kjörtímabili. En ég tel hins vegar alveg hægt að vinda ofan af því.” -Og munt þú sjá til þess að það verði gert? „Ég mun beita mér, að sjálfsögðu. En það skiptir höfuðmáli hverjir verða í meirihluta í borginni eftir næstu borgarstjórnarkosningar.” -En þú sem forsætisráðherra, munt þú, ef ég skil þig rétt, gera þitt til að sjá til þess að flugvöllurinn verði áfram með þremur brautum? „Ég mun já beita mér fyrir því. Enda tel ég það langæskilegasta fyrirkomulagið af ýmsum ástæðum. Það mun verða augljóslega auðveldara að beita sér fyrir því ef borgarstjórnin er sammála.” Óvissa hefur einnig verið um framtíð kennsluflugs og annarrar starfsemi á vellinum. Forsætisráðherra var spurður um hvort til stæði að víkja því burt: „Þar erum við aftur bara að tala um fyrri ákvarðanir, ekki ákvarðanir sem verið er að taka núna, og alls ekki ákvarðanir sem innanríkisráðherra hefur verið að beita sér fyrir. Svoleiðis að mér finnst að það sé eðlilegt að endurskoða það, eins og annað sem menn gerðu á síðasta kjörtímabili.” -Sérðu það fyrir þér að Reykjavíkurflugvöllur verði þá bara í óbreyttri mynd í nánustu framtíð? „Já, ég held að það væri bara mjög æskileg niðurstaða.” -Og kannski með nýrri flugstöð? „Það þarf augljóslega að fara að byggja þarna eitthvað upp. Það er takmarkað svigrúm hjá ríkinu, sem stendur, eins og menn þekkja. En það hlýtur að vera langtímaáætlun að bæta aðstöðuna,” svaraði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Sjá meira
Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24
Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27