Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2013 19:27 Forsætisráðherra: Er alfarið á móti því að loka þriðju flugbrautinni. mynd/365 Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Hann vill vinda ofan af samkomulagi sem Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, gerði við Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs, um að borgin fengi hluta flugvallarsvæðisins undir íbúðabyggð. Samkomulag sem undirritað var í Hörpu í lok síðasta mánaðar um flugvallarmálið hefur verið túlkað svo að minnstu flugbrautinni verði lokað um áramót og að Reykjavíkurborg geti byrjað að úthluta lóðum undir ný íbúðahverfi í Skerjafirði. „Nei, það er ekkert fjallað um það að loka þriðju flugbrautinni í þessu samkomulagi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Ég tel það raunar mjög óráðlegt og er alfarið á móti því af ýmsum ástæðum,“ segir forsætisráðherra. Hann nefnir öryggismál, það sé ástæða fyrir að flugbrautirnar séu þrjár. „En það er líka mjög óheppileg stefna í alla staði að vera stöðugt að reyna að þrengja að flugvellinum, byggja alveg upp við hann allt í kring til að reyna að þrengja að honum.“ Forsætisráðherra segir að Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, formaður hafi í mars undirritað samkomulag um sölu á hluta vallarsvæðisins. Minnt hafi verið á það samkomulag í tengslum við undirritunina á dögunum. „En ég held að menn ættu að reyna að sameinast um það að vinda ofan af því og fá vonandi eftir næstu borgarstjórnarkosningar meirihluta sem er tilbúinn að gera þetta öðruvísi,“ segir Sigmundur. Fullyrt hefur verið að innanríkisráðherra og borgarstjóri hafi gert hliðarsamkomulag í síðasta mánuði um brotthvarf þriðju brautarinnar. Spurður hvort hann hafi vitað af slíku hliðarsamkomulagi þegar hann undirritaði flugvallarsamkomulagið í Hörpu svarar forsætisráðherra: „Það var einhver hugmynd um að hafa þetta allt í einu skjali. En ég taldi það óráðlegt vegna þess að það hefði gefið til kynna að verið væri að semja sérstaklega um þetta með þriðju flugbrautina. Það var ekki verið að gera samning um það núna. Það var bara upprifjun á því að slíkt samkomulag hefði verið gert á sínum tíma.“ Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Hann vill vinda ofan af samkomulagi sem Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, gerði við Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs, um að borgin fengi hluta flugvallarsvæðisins undir íbúðabyggð. Samkomulag sem undirritað var í Hörpu í lok síðasta mánaðar um flugvallarmálið hefur verið túlkað svo að minnstu flugbrautinni verði lokað um áramót og að Reykjavíkurborg geti byrjað að úthluta lóðum undir ný íbúðahverfi í Skerjafirði. „Nei, það er ekkert fjallað um það að loka þriðju flugbrautinni í þessu samkomulagi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Ég tel það raunar mjög óráðlegt og er alfarið á móti því af ýmsum ástæðum,“ segir forsætisráðherra. Hann nefnir öryggismál, það sé ástæða fyrir að flugbrautirnar séu þrjár. „En það er líka mjög óheppileg stefna í alla staði að vera stöðugt að reyna að þrengja að flugvellinum, byggja alveg upp við hann allt í kring til að reyna að þrengja að honum.“ Forsætisráðherra segir að Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, formaður hafi í mars undirritað samkomulag um sölu á hluta vallarsvæðisins. Minnt hafi verið á það samkomulag í tengslum við undirritunina á dögunum. „En ég held að menn ættu að reyna að sameinast um það að vinda ofan af því og fá vonandi eftir næstu borgarstjórnarkosningar meirihluta sem er tilbúinn að gera þetta öðruvísi,“ segir Sigmundur. Fullyrt hefur verið að innanríkisráðherra og borgarstjóri hafi gert hliðarsamkomulag í síðasta mánuði um brotthvarf þriðju brautarinnar. Spurður hvort hann hafi vitað af slíku hliðarsamkomulagi þegar hann undirritaði flugvallarsamkomulagið í Hörpu svarar forsætisráðherra: „Það var einhver hugmynd um að hafa þetta allt í einu skjali. En ég taldi það óráðlegt vegna þess að það hefði gefið til kynna að verið væri að semja sérstaklega um þetta með þriðju flugbrautina. Það var ekki verið að gera samning um það núna. Það var bara upprifjun á því að slíkt samkomulag hefði verið gert á sínum tíma.“
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira