Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2013 21:24 Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Fyrst verði þó að opna samsvarandi öryggisbraut í Keflavík. Misvísandi skilaboð berast um hvað nýlegt samkomulag þýðir fyrir skerðingu flugvallarins. Forsætisráðherra leggst alfarið gegn lokun minnstu brautarinnar og segir ekkert fjallað um hana í samkomulaginu. Borgaryfirvöld skipuleggja samt nýtt íbúðahverfi á brautarstæðinu. Hanna Birna segir mörg ár, ef ekki áratugir, síðan ríki og borg sömdu um það að þessi flugbraut skyldi fara og að við tæki önnur öryggisbraut í Keflavík. „Ég vil standa við gerða samninga,” segir ráðherrann í viðtali á Stöð 2 og segir ríkið hafa fengið margt í staðinn, eins og að fá að byggja upp flugstöð, að tré verði klippt og að flugbrautarljós verði í lagi. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, handsala samkomulag um sölu ríkisins á hluta af landi Reykjavíkurflugvallar í marsmánuði sl. Hún tekur þó skýrt fram að öryggi verði að vera tryggt með samsvarandi braut á Keflavíkurflugvelli. „Hún er til staðar og hana er hægt að nota og hún verður virkjuð áður en þessi þriðja flugbraut verður tekin héðan.” Nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi ráðherra, hefur núna verið falið að fullkanna alla kosti sem eru í boði um framtíðarstaðsetningu flugvallar á Reykjavíkursvæðinu. Kröfur hafa komið fram um að áður en nefndin lýkur störfum verði ekkert gert sem skerði valkostina, eins og að loka litlu flugbrautinni. Hanna Birna segir skipulagsvinnu borgarinnar taka lengri tíma en svo. „Þannig að ég held að menn þurfi litlar áhyggjur að hafa af því. Það verða allir kostir skoðaðir. Það er búið að segja það margsinnis og ég get endurtekið það.” Forsætisráðherra kvaðst í gær vilja vinda ofan af eldra samkomulagi um brotthvarf brautarinnar. –Vilt þú vinna að því að snúa til baka? „Við erum búin að vera að vinna að því, núna í langan tíma, í marga mánuði, að tryggja það að völlurinn verði áfram fullfúnkerandi. Það er búið að tryggja það til ársins 2022. Það er það sem skiptir mestu máli. Við vinnum í samræmi við það samkomulag sem við höfum gert við núverandi meirihluta í Reykjavík. Þannig er samkomulagið. Svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,” sagði Hanna Birna. Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14. mars 2013 17:09 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Kemur ekki til greina að loka neyðarbraut suðvesturlands Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. 13. nóvember 2013 19:24 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Fyrst verði þó að opna samsvarandi öryggisbraut í Keflavík. Misvísandi skilaboð berast um hvað nýlegt samkomulag þýðir fyrir skerðingu flugvallarins. Forsætisráðherra leggst alfarið gegn lokun minnstu brautarinnar og segir ekkert fjallað um hana í samkomulaginu. Borgaryfirvöld skipuleggja samt nýtt íbúðahverfi á brautarstæðinu. Hanna Birna segir mörg ár, ef ekki áratugir, síðan ríki og borg sömdu um það að þessi flugbraut skyldi fara og að við tæki önnur öryggisbraut í Keflavík. „Ég vil standa við gerða samninga,” segir ráðherrann í viðtali á Stöð 2 og segir ríkið hafa fengið margt í staðinn, eins og að fá að byggja upp flugstöð, að tré verði klippt og að flugbrautarljós verði í lagi. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, handsala samkomulag um sölu ríkisins á hluta af landi Reykjavíkurflugvallar í marsmánuði sl. Hún tekur þó skýrt fram að öryggi verði að vera tryggt með samsvarandi braut á Keflavíkurflugvelli. „Hún er til staðar og hana er hægt að nota og hún verður virkjuð áður en þessi þriðja flugbraut verður tekin héðan.” Nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi ráðherra, hefur núna verið falið að fullkanna alla kosti sem eru í boði um framtíðarstaðsetningu flugvallar á Reykjavíkursvæðinu. Kröfur hafa komið fram um að áður en nefndin lýkur störfum verði ekkert gert sem skerði valkostina, eins og að loka litlu flugbrautinni. Hanna Birna segir skipulagsvinnu borgarinnar taka lengri tíma en svo. „Þannig að ég held að menn þurfi litlar áhyggjur að hafa af því. Það verða allir kostir skoðaðir. Það er búið að segja það margsinnis og ég get endurtekið það.” Forsætisráðherra kvaðst í gær vilja vinda ofan af eldra samkomulagi um brotthvarf brautarinnar. –Vilt þú vinna að því að snúa til baka? „Við erum búin að vera að vinna að því, núna í langan tíma, í marga mánuði, að tryggja það að völlurinn verði áfram fullfúnkerandi. Það er búið að tryggja það til ársins 2022. Það er það sem skiptir mestu máli. Við vinnum í samræmi við það samkomulag sem við höfum gert við núverandi meirihluta í Reykjavík. Þannig er samkomulagið. Svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,” sagði Hanna Birna.
Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14. mars 2013 17:09 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Kemur ekki til greina að loka neyðarbraut suðvesturlands Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. 13. nóvember 2013 19:24 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14. mars 2013 17:09
Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27
Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58
Kemur ekki til greina að loka neyðarbraut suðvesturlands Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. 13. nóvember 2013 19:24