Erlent

Tók myndir upp undir pils kvenna

Lögreglumaðurinn viðurkenndi að hafa tekið 10 til 12 ósiðlegar myndir af kvenkyns farþegum.
Lögreglumaðurinn viðurkenndi að hafa tekið 10 til 12 ósiðlegar myndir af kvenkyns farþegum.
Tuttugu og átta ára gamall lögreglumaður sem starfaði um borð í flugvél Soutwest flugfélagsins var handtekinn í gær fyrir  að taka myndir upp undir pils farþega.

Atvikin áttu sér stað þegar farþegarnir voru að ganga um borð í vélina, en maðurinn heitir Adam Bartsch og starfar sem óeinkennisklæddur lögreglumaður um borð í flugvélum.

Vitni tók eftir því að Batsch tók myndirnar á farsíma sinn, og reif af honum símann og lét flugfreyju flugfélagsins strax vita.

Flugstjórinn ákvað að láta handtaka hann, og var hann færður í fangaklefa í flugstöðinni. Þar viðurkenndi hann að hafa tekið 10 til 12 ósiðlegar myndir, sem hann sagðist hafa gert áður.

Hann var kærður fyrir óviðeigandi hegðun, en látinn laus gegn 10 þúsund dollara tryggingu.

Ferðmálaöryggisráð Bandaríkjanna segist aðstoða við rannsókn á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×