Erlent

Obama segir repúblikana nota fjárkúgun

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Obama er óhress með repúblikana.
Obama er óhress með repúblikana. mynd/afp
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir repúblikana nota fjárkúgun til þess að fá sínu fram, en þeir neituðu að samþykkja nýtt fjárlagafrumvarp vegna deilna um nýtt sjúkratryggingakerfi sem Obama hefur barist fyrir. Í kjölfarið voru um 800 þúsund ríkisstarfsmenn sendir í launalaust leyfi.

Málið hefur verið í pattstöðu síðan í síðustu viku og hefur Obama varað við því að Bandaríkin gætu komist í greiðsluþrot verði skuldaþak ríkisins ekki hækkað fyrir 17. október. Nú setur forsetinn þau skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum að repúblikanar láti af kúgunartilburðum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×