Erlent

Grand Theft Auto yfir milljarð dala

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Sala á Grand Theft Auto hefur farið gríðarlega vel af stað.
Sala á Grand Theft Auto hefur farið gríðarlega vel af stað.
Sala á tölvuleiknum Grand Theft Auto 5 hefur slegið öll met. Sölutekjur leiksins hafa nú þegar náð einum milljarði dala og nær þeim áfanga hraðar en nokkur annar tölvuleikur sem framleiddur hefur verið. Leikurinn seldist fyrir 800 milljónir dala á fyrsta degi og hefur leikurinn einnig fengið frábæra dóma hjá gagnrýnendum.

Grand Theft Auto er dýrasti tölvuleikur sem framleiddur hefur verið. Leikurinn kostaði um 250 milljónir dala í framleiðslu. Það tók ekki nema örfár klukkustundir í sölu þar til að leikurinn var búinn að borga sig upp og rúmlega það.

Fyrra met átti Call of Duty: Black Ops II en það tók leikinn 15 daga að seljast fyrir einn milljarð dala. 160 milljón eintök hafa selst af Grand Theft Auto til þessa en leikurinn er seldur á Xbox 360 og Play Station 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×