Ásgerður: Frekar löng leið fyrir mig inn í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 13:15 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir með hinum Stjörnustelpunum í landsliðinu. Mynd/Valli Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, var valin í landsliðið í fyrsta sinn fyrir leikinn á móti Sviss í kvöld en hún er ein af sex Stjörnustelpum í hópnum. „Það hefur verið frekar löng leið fyrir mig inn í landsliðið og ég er ekki yngsti leikmaðurinn í hópnum," segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem er 26 ára gömul en hefur tekið stóran þátt í magnaðri uppbyggingu kvennaliðs Stjörnunnar undanfarin ár. Stjörnuliðið vann alla 18 leiki síns í Pepsi-deild kvenna í sumar og setti nýtt og glæsilegt stigamet. „Það er frábær endir á flottu tímabili að fá að vera með landsliðinu. Þetta var frábært tímabil hjá okkur í Stjörnunni og ágætt að enda hér," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. „Við vorum fimm á EM þannig að það er ekkert nýtt að Stjörnustelpur séu að vinna sér sæti í landsliðinu," segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en tvær Stjörnukonur komu nú inn í liðið en ein missti sæti sitt. Var það eitthvað mál á æfingu? „Það voru engar æfingar hjá okkur eftir valið," sagði Ásgerður í léttum tón en bætti strax við: „Við erum í þessu allar saman og samgleðjumst með hverri annarri," sagði Ásgerður. „Láki var með einhverja fyrirsögn um að það ættu fleiri Stjörnustelpur að vera í landsliðinu en ég held að það hafi ekki verið margir að hlusta á hann frekar en fyrri daginn," segir Ásgerður um þá kröfu Stjörnuþjálfarans Þorláks Árnasonar að Stjarnan ætti að vera með fleiri landsliðskonur. Ásgerður kemur inn í landsliðið á tímamótum því Freyr Alexandersson tók við liðinu á dögunum. „Þetta hefur verið svipað og ég bjóst við. Ég vissi að Freyr væri skipulagður og góður þjálfari og hann hefur ekki komið mér á óvart í því," sagði Ásgerður um reynsluna af fyrstu landsliðsæfingunum. Ásgerður spilar gríðarlega mikilvægt hlutverk á miðju Stjörnunnar en það taka ekki allir eftir framlagi hennar til liðsins. Hún vinnur fyrir liðsfélagana og heldur hlutunum gangandi. „Það eru einhverjir í liðinu sem taka eftir því og þjálfarinn væntanlega. Ég er ekki mikið að pæla í því að fá ekki hrós utan frá því ég fær nógu mikið hrós frá liðsfélögunum og þeim sem koma að Stjörnunni," segir Ásgerður. „Ég er með þrjá eða fjóra kjúklinga við hliðina á mér og einhver þarf að stjórna þeim. Ég læt þær alveg heyra það," sagði Ásgerður að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Sjá meira
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, var valin í landsliðið í fyrsta sinn fyrir leikinn á móti Sviss í kvöld en hún er ein af sex Stjörnustelpum í hópnum. „Það hefur verið frekar löng leið fyrir mig inn í landsliðið og ég er ekki yngsti leikmaðurinn í hópnum," segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem er 26 ára gömul en hefur tekið stóran þátt í magnaðri uppbyggingu kvennaliðs Stjörnunnar undanfarin ár. Stjörnuliðið vann alla 18 leiki síns í Pepsi-deild kvenna í sumar og setti nýtt og glæsilegt stigamet. „Það er frábær endir á flottu tímabili að fá að vera með landsliðinu. Þetta var frábært tímabil hjá okkur í Stjörnunni og ágætt að enda hér," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. „Við vorum fimm á EM þannig að það er ekkert nýtt að Stjörnustelpur séu að vinna sér sæti í landsliðinu," segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en tvær Stjörnukonur komu nú inn í liðið en ein missti sæti sitt. Var það eitthvað mál á æfingu? „Það voru engar æfingar hjá okkur eftir valið," sagði Ásgerður í léttum tón en bætti strax við: „Við erum í þessu allar saman og samgleðjumst með hverri annarri," sagði Ásgerður. „Láki var með einhverja fyrirsögn um að það ættu fleiri Stjörnustelpur að vera í landsliðinu en ég held að það hafi ekki verið margir að hlusta á hann frekar en fyrri daginn," segir Ásgerður um þá kröfu Stjörnuþjálfarans Þorláks Árnasonar að Stjarnan ætti að vera með fleiri landsliðskonur. Ásgerður kemur inn í landsliðið á tímamótum því Freyr Alexandersson tók við liðinu á dögunum. „Þetta hefur verið svipað og ég bjóst við. Ég vissi að Freyr væri skipulagður og góður þjálfari og hann hefur ekki komið mér á óvart í því," sagði Ásgerður um reynsluna af fyrstu landsliðsæfingunum. Ásgerður spilar gríðarlega mikilvægt hlutverk á miðju Stjörnunnar en það taka ekki allir eftir framlagi hennar til liðsins. Hún vinnur fyrir liðsfélagana og heldur hlutunum gangandi. „Það eru einhverjir í liðinu sem taka eftir því og þjálfarinn væntanlega. Ég er ekki mikið að pæla í því að fá ekki hrós utan frá því ég fær nógu mikið hrós frá liðsfélögunum og þeim sem koma að Stjörnunni," segir Ásgerður. „Ég er með þrjá eða fjóra kjúklinga við hliðina á mér og einhver þarf að stjórna þeim. Ég læt þær alveg heyra það," sagði Ásgerður að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Sjá meira