Margrét Lára: Þær voru miklu betri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 21:30 Margrét Lára tekur sprettinn í kvöld. mynd/daníel Margrét Lára Viðarsdóttir fékk úr litlu að moða í 0-2 tapi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á móti Sviss í undankeppni HM 2015 í kvöld. Íslenska liðið átti lengstum í miklum vandræðum og gat þakkað fyrir að tapa ekki stærra. „Mér fannst við fínar fyrstu tuttugu mínúturnar og við hefðum getað sett á þær mark því við fengum áægtis færi til þess. Við nýttum þau ekki og þær komast bara inn í leikinn. Þær eru snarpari, sterkari og ákveðnari en við í öllum aðgerðum. Við erum bara eftirá og þegar þú ert að mæta svona heimsklassaleikmönnum sem eru svona agressívar og með svona boltameðferð þá þýðir ekkert að koma einni mínútu of seint því þá ertu bara tekin í bakaríið. Það má eiginlega segja að það hafi gerst í dag," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir leikinn. Hápressa svissneska liðsins fór afar illa með allt spil íslenska liðsins í leiknum og framherjarnir fengu lítið að vera með. „Við komumst aldrei í gegnum þeirra fyrstu pressu því við töpuðum alltaf boltanum áður en við komust inn á þeirra vallarþriðjung. Þetta var bara erfitt og við vorum bara undir í öllu í dag. Þær voru miklu betri og áttu sigurinn skilinn. Þær minna mig svolítið á Frakkland á sínum tíma þegar þær voru að koma upp. Þetta er lið sem á eftir að ná rosalega langt," sagði Margrét Lára. Þetta er samt bara fyrsti leikur af tíu í þessari undankeppni og ef Sviss spilar áfram eins og í fyrstu tveimur leikjum sínum verður þetta jafnvel bara keppni á milli Íslands og Danmerkur um annað sætið. „Það er nóg eftir ennþá og ég held að þetta verði rosalega opinn riðill. Við erum þarna þrjú lið sem geta hirt stig af hvoru öðru og þetta er ekki búið. Þetta er bara rétt að byrja en þetta tap þýðir að við erum búnar að misstíga okkur einu sinni og erum komnar upp við vegg. Við verðum að klára rest," segir Matrgrét Lára. Íslenska liðið spilaði þarna sinn fyrsta leik undir stjórn Freys Alexanderssonar og hann var aðeins hliðra til í leikstöðum leikmanna. „Við eigum mikið inni og það má ekki gleyma því að það eru að koma nýjar áherslur. Hlutirnir eru að breytast og það mun eðlilega taka tíma. Við þurfum bara að sýna þolinmæði en það voru ákveðin atriði í okkar leik sem við hefðum getað gert miklu betur. Það eru atriði sem snúa ekki að taktík eða öðru slíku. Mér fannst við hefðum getað barist betur, verið nærri þeim og spilað betur á okkar styrkleikum. Við getum betur," sagði Margrét Lára. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir fékk úr litlu að moða í 0-2 tapi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á móti Sviss í undankeppni HM 2015 í kvöld. Íslenska liðið átti lengstum í miklum vandræðum og gat þakkað fyrir að tapa ekki stærra. „Mér fannst við fínar fyrstu tuttugu mínúturnar og við hefðum getað sett á þær mark því við fengum áægtis færi til þess. Við nýttum þau ekki og þær komast bara inn í leikinn. Þær eru snarpari, sterkari og ákveðnari en við í öllum aðgerðum. Við erum bara eftirá og þegar þú ert að mæta svona heimsklassaleikmönnum sem eru svona agressívar og með svona boltameðferð þá þýðir ekkert að koma einni mínútu of seint því þá ertu bara tekin í bakaríið. Það má eiginlega segja að það hafi gerst í dag," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir leikinn. Hápressa svissneska liðsins fór afar illa með allt spil íslenska liðsins í leiknum og framherjarnir fengu lítið að vera með. „Við komumst aldrei í gegnum þeirra fyrstu pressu því við töpuðum alltaf boltanum áður en við komust inn á þeirra vallarþriðjung. Þetta var bara erfitt og við vorum bara undir í öllu í dag. Þær voru miklu betri og áttu sigurinn skilinn. Þær minna mig svolítið á Frakkland á sínum tíma þegar þær voru að koma upp. Þetta er lið sem á eftir að ná rosalega langt," sagði Margrét Lára. Þetta er samt bara fyrsti leikur af tíu í þessari undankeppni og ef Sviss spilar áfram eins og í fyrstu tveimur leikjum sínum verður þetta jafnvel bara keppni á milli Íslands og Danmerkur um annað sætið. „Það er nóg eftir ennþá og ég held að þetta verði rosalega opinn riðill. Við erum þarna þrjú lið sem geta hirt stig af hvoru öðru og þetta er ekki búið. Þetta er bara rétt að byrja en þetta tap þýðir að við erum búnar að misstíga okkur einu sinni og erum komnar upp við vegg. Við verðum að klára rest," segir Matrgrét Lára. Íslenska liðið spilaði þarna sinn fyrsta leik undir stjórn Freys Alexanderssonar og hann var aðeins hliðra til í leikstöðum leikmanna. „Við eigum mikið inni og það má ekki gleyma því að það eru að koma nýjar áherslur. Hlutirnir eru að breytast og það mun eðlilega taka tíma. Við þurfum bara að sýna þolinmæði en það voru ákveðin atriði í okkar leik sem við hefðum getað gert miklu betur. Það eru atriði sem snúa ekki að taktík eða öðru slíku. Mér fannst við hefðum getað barist betur, verið nærri þeim og spilað betur á okkar styrkleikum. Við getum betur," sagði Margrét Lára.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira