Margrét Lára: Þær voru miklu betri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 21:30 Margrét Lára tekur sprettinn í kvöld. mynd/daníel Margrét Lára Viðarsdóttir fékk úr litlu að moða í 0-2 tapi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á móti Sviss í undankeppni HM 2015 í kvöld. Íslenska liðið átti lengstum í miklum vandræðum og gat þakkað fyrir að tapa ekki stærra. „Mér fannst við fínar fyrstu tuttugu mínúturnar og við hefðum getað sett á þær mark því við fengum áægtis færi til þess. Við nýttum þau ekki og þær komast bara inn í leikinn. Þær eru snarpari, sterkari og ákveðnari en við í öllum aðgerðum. Við erum bara eftirá og þegar þú ert að mæta svona heimsklassaleikmönnum sem eru svona agressívar og með svona boltameðferð þá þýðir ekkert að koma einni mínútu of seint því þá ertu bara tekin í bakaríið. Það má eiginlega segja að það hafi gerst í dag," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir leikinn. Hápressa svissneska liðsins fór afar illa með allt spil íslenska liðsins í leiknum og framherjarnir fengu lítið að vera með. „Við komumst aldrei í gegnum þeirra fyrstu pressu því við töpuðum alltaf boltanum áður en við komust inn á þeirra vallarþriðjung. Þetta var bara erfitt og við vorum bara undir í öllu í dag. Þær voru miklu betri og áttu sigurinn skilinn. Þær minna mig svolítið á Frakkland á sínum tíma þegar þær voru að koma upp. Þetta er lið sem á eftir að ná rosalega langt," sagði Margrét Lára. Þetta er samt bara fyrsti leikur af tíu í þessari undankeppni og ef Sviss spilar áfram eins og í fyrstu tveimur leikjum sínum verður þetta jafnvel bara keppni á milli Íslands og Danmerkur um annað sætið. „Það er nóg eftir ennþá og ég held að þetta verði rosalega opinn riðill. Við erum þarna þrjú lið sem geta hirt stig af hvoru öðru og þetta er ekki búið. Þetta er bara rétt að byrja en þetta tap þýðir að við erum búnar að misstíga okkur einu sinni og erum komnar upp við vegg. Við verðum að klára rest," segir Matrgrét Lára. Íslenska liðið spilaði þarna sinn fyrsta leik undir stjórn Freys Alexanderssonar og hann var aðeins hliðra til í leikstöðum leikmanna. „Við eigum mikið inni og það má ekki gleyma því að það eru að koma nýjar áherslur. Hlutirnir eru að breytast og það mun eðlilega taka tíma. Við þurfum bara að sýna þolinmæði en það voru ákveðin atriði í okkar leik sem við hefðum getað gert miklu betur. Það eru atriði sem snúa ekki að taktík eða öðru slíku. Mér fannst við hefðum getað barist betur, verið nærri þeim og spilað betur á okkar styrkleikum. Við getum betur," sagði Margrét Lára. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir fékk úr litlu að moða í 0-2 tapi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á móti Sviss í undankeppni HM 2015 í kvöld. Íslenska liðið átti lengstum í miklum vandræðum og gat þakkað fyrir að tapa ekki stærra. „Mér fannst við fínar fyrstu tuttugu mínúturnar og við hefðum getað sett á þær mark því við fengum áægtis færi til þess. Við nýttum þau ekki og þær komast bara inn í leikinn. Þær eru snarpari, sterkari og ákveðnari en við í öllum aðgerðum. Við erum bara eftirá og þegar þú ert að mæta svona heimsklassaleikmönnum sem eru svona agressívar og með svona boltameðferð þá þýðir ekkert að koma einni mínútu of seint því þá ertu bara tekin í bakaríið. Það má eiginlega segja að það hafi gerst í dag," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir leikinn. Hápressa svissneska liðsins fór afar illa með allt spil íslenska liðsins í leiknum og framherjarnir fengu lítið að vera með. „Við komumst aldrei í gegnum þeirra fyrstu pressu því við töpuðum alltaf boltanum áður en við komust inn á þeirra vallarþriðjung. Þetta var bara erfitt og við vorum bara undir í öllu í dag. Þær voru miklu betri og áttu sigurinn skilinn. Þær minna mig svolítið á Frakkland á sínum tíma þegar þær voru að koma upp. Þetta er lið sem á eftir að ná rosalega langt," sagði Margrét Lára. Þetta er samt bara fyrsti leikur af tíu í þessari undankeppni og ef Sviss spilar áfram eins og í fyrstu tveimur leikjum sínum verður þetta jafnvel bara keppni á milli Íslands og Danmerkur um annað sætið. „Það er nóg eftir ennþá og ég held að þetta verði rosalega opinn riðill. Við erum þarna þrjú lið sem geta hirt stig af hvoru öðru og þetta er ekki búið. Þetta er bara rétt að byrja en þetta tap þýðir að við erum búnar að misstíga okkur einu sinni og erum komnar upp við vegg. Við verðum að klára rest," segir Matrgrét Lára. Íslenska liðið spilaði þarna sinn fyrsta leik undir stjórn Freys Alexanderssonar og hann var aðeins hliðra til í leikstöðum leikmanna. „Við eigum mikið inni og það má ekki gleyma því að það eru að koma nýjar áherslur. Hlutirnir eru að breytast og það mun eðlilega taka tíma. Við þurfum bara að sýna þolinmæði en það voru ákveðin atriði í okkar leik sem við hefðum getað gert miklu betur. Það eru atriði sem snúa ekki að taktík eða öðru slíku. Mér fannst við hefðum getað barist betur, verið nærri þeim og spilað betur á okkar styrkleikum. Við getum betur," sagði Margrét Lára.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Sjá meira