Erlent

Ataði sig blóði hinna látnu til að blekkja gíslatökumennina

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Rústir verslanamiðstöðvarinnar. Mashru er á innfelldu myndinni.
Rústir verslanamiðstöðvarinnar. Mashru er á innfelldu myndinni. mynd/getty
Sneha Kothari Mashru, kenísk útvarpskona sem var stödd í verslanamiðstöðinni í Naíróbí sem skæruliðar réðust inn í á laugardag, segist hafa atað sig blóði til þess að blekkja gíslatökumennina.

Táningspiltur lést við hliðina á Mashru í skothríð og smurði hún blóði hans á handlegg sinn í von um að gíslatökumennirnir héldu að hún væri látin. „Ég setti mikið af blóði úr honum á handlegg minn, eins mikið og ég gat, og svo huldi ég andlit mitt eigin hári,“ segir Mashru í samtali við Daily Mail.

Mashru segist vilja vita nafn drengsins en auk hans létust að minnsta kosti 71 í árásinni. Talið er að sú tala eigi eftir að hækka, en 175 eru slasaðir.


Tengdar fréttir

Herinn ræðst til inngöngu

Gíslatökunni í verslunarmiðstöð í Kenía virðist ætla að ljúka með árás hersins og hörðum átökum.

Umsátur um árásarmennina

Enn er setið um árásarmenn í verslunarmiðstöð í Nairóbí en talið er að yfir 59 séu látnir og hátt í 200 slasaðir.

Sótt að hryðjuverkamönnum í Nairobi

Síðustu klukkustund hefur skothríð og sprengingar heyrst innan út verslunarmiðstöðinni í Nairobi höfuðborg Kenýa þar sem vopnaðir skæruliðar hafa haldið fólki í gíslingu í tvo sólarhringa.

Hryðjuverk í Kenía

39 eru látnir og yfir 50 særðust þegar byssumenn létu skotum rigna í verslunarmiðstöð í Nairóbí. Byssumennirnir halda gíslum í verslunarmiðstöðinni og eru umkringdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×