Hryðjuverk í Kenía Elimar Hauksson skrifar 21. september 2013 18:00 Að minnsta kosti 39 eru látnir og yfir 50 særðust þegar byssumenn hófu skothríð í verslunarmiðstöð í Nairóbí. Byssumennirnir halda gíslum og eru umkringdir. mynd/afp Að minnsta kosti 39 létu lífið og yfir 50 særðust þegar grímuklæddir byssumenn hófu skothríð og köstuðu handsprengjum í verslunarkjarna í höfuðborg Kenía, Nairóbí, í dag en frá þessu greinir á vef AFP. Sjónarvottar segja mennina hafa komið inn í verslunarkjarnann vopnaðir AK-47 vélbyssum og skipað múslimum af yfirgefa staðinn. Þeir sem eftir voru og mennirnir töldu ekki vera múslima voru síðan skotnir. Sómalski öfgahópurinn Al-Shabab hefur líst ábyrgð á ódæðinu með Twitter færslu, þar sem þeir segja að um hefnd sé að ræða vegna hernaðarafskipta Kenía í Sómalíu gegn Al-Shabab. Einnig sagði í færslunni að viðvaranir vegna hernaðarþáttöku Kenía í Sómalíu hefðu verð hunsaðar. Al-Shabab er íslamskur öfgahópur með tengsl við Al-Kaída en herinn í Sómalíu hefur barist við íslamska öfgahópa og hefur herinn í Kenía einnig tekið þátt í þeirri baráttu í Sómalíu.Lögregla á vettvangi segir að um það bil tíu vel skipulagðir árásarmenn standi að ódæðinu. Skelfing greip um sig í verslunarmiðstöðinni þegar handsprengur sprungu og byssukúlum byrjaði að rigna fyrir fólk.mynd/afpLögregla á vettvangi hefur sagt frá því að einn særður ódæðismaður hafi verið tekinn haldi og færður á spítala í fylgd vopnaðra varða. Lögreglan lýsir því svo að árásarmennirnir séu vel skipulagður hryðjuverkahópur og séu um tíu saman. Forseti Kenía, Uhuru Kenyatta, hefur lýst fyrirlitningu á ódæðinu en hann segist sjálfur hafa misst náinn aðstandanda í árásinni. Verslunarmiðstöðinni er í eigu Ísraela en hún en þangað sækja vel stæðir íbúar Kenía. Um 1000 manns voru í verslunarmiðstöðinni þegar árásin hófst. Samkvæmt nýjustu upplýsingum halda byssumennirnir nú gíslum inni í verslunarmiðstöðinni og hefur lögregla og her umkringt þá á einni hæð verslunarmiðstöðvarinnar og halda aðgerðir áfram þar. Óstaðfest er hve margir gíslar eru inni í verslunarmiðstöðinni en þeirra á meðal eru gestir og starfsfólk verslunarmiðstöðvarinnar. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Að minnsta kosti 39 létu lífið og yfir 50 særðust þegar grímuklæddir byssumenn hófu skothríð og köstuðu handsprengjum í verslunarkjarna í höfuðborg Kenía, Nairóbí, í dag en frá þessu greinir á vef AFP. Sjónarvottar segja mennina hafa komið inn í verslunarkjarnann vopnaðir AK-47 vélbyssum og skipað múslimum af yfirgefa staðinn. Þeir sem eftir voru og mennirnir töldu ekki vera múslima voru síðan skotnir. Sómalski öfgahópurinn Al-Shabab hefur líst ábyrgð á ódæðinu með Twitter færslu, þar sem þeir segja að um hefnd sé að ræða vegna hernaðarafskipta Kenía í Sómalíu gegn Al-Shabab. Einnig sagði í færslunni að viðvaranir vegna hernaðarþáttöku Kenía í Sómalíu hefðu verð hunsaðar. Al-Shabab er íslamskur öfgahópur með tengsl við Al-Kaída en herinn í Sómalíu hefur barist við íslamska öfgahópa og hefur herinn í Kenía einnig tekið þátt í þeirri baráttu í Sómalíu.Lögregla á vettvangi segir að um það bil tíu vel skipulagðir árásarmenn standi að ódæðinu. Skelfing greip um sig í verslunarmiðstöðinni þegar handsprengur sprungu og byssukúlum byrjaði að rigna fyrir fólk.mynd/afpLögregla á vettvangi hefur sagt frá því að einn særður ódæðismaður hafi verið tekinn haldi og færður á spítala í fylgd vopnaðra varða. Lögreglan lýsir því svo að árásarmennirnir séu vel skipulagður hryðjuverkahópur og séu um tíu saman. Forseti Kenía, Uhuru Kenyatta, hefur lýst fyrirlitningu á ódæðinu en hann segist sjálfur hafa misst náinn aðstandanda í árásinni. Verslunarmiðstöðinni er í eigu Ísraela en hún en þangað sækja vel stæðir íbúar Kenía. Um 1000 manns voru í verslunarmiðstöðinni þegar árásin hófst. Samkvæmt nýjustu upplýsingum halda byssumennirnir nú gíslum inni í verslunarmiðstöðinni og hefur lögregla og her umkringt þá á einni hæð verslunarmiðstöðvarinnar og halda aðgerðir áfram þar. Óstaðfest er hve margir gíslar eru inni í verslunarmiðstöðinni en þeirra á meðal eru gestir og starfsfólk verslunarmiðstöðvarinnar.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira