Íslendingur í Naíróbí - "Stöðugur straumur sjúkrabíla“ Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2013 18:04 "Maður sá það á flugvellinum, það var mikill viðbúnaður. Það voru vopnaðir hermenn sem tóku á móti farþegum. Það er minni umferð í bænum og mjög róleg yfir að lítast," segir hann. 365/AFP Stjórnvöld í Kenía segja að búið að frelsa flesta gíslana, sem hafa verið í haldi herskárra íslamista frá því á laugardag. Meira en tíu manns hafi verið handteknir, eftir að her og lögregla réðust í morgun inn í verslunarmiðstöð í höfuðborginni Naíróbí, sem gíslatökumennirnir lögðu undir sig á laugardaginn. Tveir gíslatökumanna hafa fallið í átökum í dag, en umsátrið hefur kostað meira en 60 manns lífið og hátt í tvö hundruð hafa særst. Þórður Jónasson sérfræðingur hjá Alþjóðabankanum kemur reglulega til Nairobí og kom þangað í gær þar sem hann átti fund í fjármálaráðuneytinu. „Maður sá það á flugvellinum, það var mikill viðbúnaður. Það voru vopnaðir hermenn sem tóku á móti farþegum. Það er minni umferð í bænum og mjög róleg yfir að lítast," segir hann. Þórður segir þessa atburði hafa mikil áhrif á fólk í borginni og snerta ótrúlega marga persónulega. Fólk tali um að harmleikur hafi átt sér stað en ekki hryðjuverk. Hann sat fund með um hundrað samstarfsmönnum á skrifstofum Alþjóðabankans í borginni í dag. „Það var verið að fara yfir þessa hluti, hvernig þetta væri. Svo var orðið gefið laust, og þá voru fjölmargir þar sem áttu ættingja og vini sem höfðu orðið fyrir skakkaföllum.“ Fórnarlömb árásana virðist vera af öllum þjóðernum sem og heimafólk. „Kunningi bílstjóra míns var að keyra farþega þarna í gær og var með frásögn af því. Einn af hans farþegum hafði látið lífið, þannig þetta teygir anga sína víða.“ Þórður segir að allir sem hann hafi hitt séu miður sín yfir þessum atburðum. Eftir hádegi hafi síðan heyrst sprengingar og reykur stigið upp frá verslunarmiðstöðinni. „Þá svona var talað um það að hermennirnir hefðu látið til skara skríða gegn þeim hryðjuverkarmönnum sem voru eftir í byggingunni. Svo tók ég eftir því þegar ég kom af skrifstofunni í dag, að leið sem tekur venjulega hálftíma að keyra tók tvær klukkustundir, því það var stöðugur straumur sjúkrabíla,“ sagði Þórður sem staddur er í Nairobi. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Stjórnvöld í Kenía segja að búið að frelsa flesta gíslana, sem hafa verið í haldi herskárra íslamista frá því á laugardag. Meira en tíu manns hafi verið handteknir, eftir að her og lögregla réðust í morgun inn í verslunarmiðstöð í höfuðborginni Naíróbí, sem gíslatökumennirnir lögðu undir sig á laugardaginn. Tveir gíslatökumanna hafa fallið í átökum í dag, en umsátrið hefur kostað meira en 60 manns lífið og hátt í tvö hundruð hafa særst. Þórður Jónasson sérfræðingur hjá Alþjóðabankanum kemur reglulega til Nairobí og kom þangað í gær þar sem hann átti fund í fjármálaráðuneytinu. „Maður sá það á flugvellinum, það var mikill viðbúnaður. Það voru vopnaðir hermenn sem tóku á móti farþegum. Það er minni umferð í bænum og mjög róleg yfir að lítast," segir hann. Þórður segir þessa atburði hafa mikil áhrif á fólk í borginni og snerta ótrúlega marga persónulega. Fólk tali um að harmleikur hafi átt sér stað en ekki hryðjuverk. Hann sat fund með um hundrað samstarfsmönnum á skrifstofum Alþjóðabankans í borginni í dag. „Það var verið að fara yfir þessa hluti, hvernig þetta væri. Svo var orðið gefið laust, og þá voru fjölmargir þar sem áttu ættingja og vini sem höfðu orðið fyrir skakkaföllum.“ Fórnarlömb árásana virðist vera af öllum þjóðernum sem og heimafólk. „Kunningi bílstjóra míns var að keyra farþega þarna í gær og var með frásögn af því. Einn af hans farþegum hafði látið lífið, þannig þetta teygir anga sína víða.“ Þórður segir að allir sem hann hafi hitt séu miður sín yfir þessum atburðum. Eftir hádegi hafi síðan heyrst sprengingar og reykur stigið upp frá verslunarmiðstöðinni. „Þá svona var talað um það að hermennirnir hefðu látið til skara skríða gegn þeim hryðjuverkarmönnum sem voru eftir í byggingunni. Svo tók ég eftir því þegar ég kom af skrifstofunni í dag, að leið sem tekur venjulega hálftíma að keyra tók tvær klukkustundir, því það var stöðugur straumur sjúkrabíla,“ sagði Þórður sem staddur er í Nairobi.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira