Íslenski boltinn

Stóra buxnamálið

Það vakti athygli í viðureign KR og FH í 17. umferð Pepsi-deildar karla að Freyr Bjarnason, varnarmaður Hafnarfjarðarliðsins, þurfti að yfirgefa völlinn í síðari hálfleik.

Dómari leiksins veitti því athygli að Freyr var í buxum innanundir stuttubuxum sínum. Þær þurfa hins vegar að vera í sama lit og stuttbuxurnar en þar hafði Freyr beygt reglurnar.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ósáttur í viðtali eftir leik og sagði Þorvald Árnason dómara hafa valið skelfilegan tíma til þess að skipa Frey að fara úr buxunum. Kallaði hann eftir heilbrigða skynsemi hjá dómurum. Hann viðurkenndi þó sem var að FH-ingar hefðu verið varaðir við af fjórða dómara fyrir leikinn.

Uppákoman skrautlega var tekin fyrir í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×