Erlent

Pistorius aftur fyrir rétti

Mynd/Getty
Suður Afríski hlauparinn Oscar Pistorius sem grunaður er um að hafa myrt sambýliskonu sína mætti fyrir rétt í Pretoríu í morgun. Búist er við að saksóknari leggi fram ákæru á hendur honum um morð að yfirlögðu ráði.

Pistorius, sem er tuttugu og sex ára gamall hefur neitað staðfastlega að hann hafi myrt kærustu sína, heldur segist hann hafa skotið hana fyrir mistök, þar sem hann hélt að innbrotsþjófur væri í íbúð þeirra.

Pistorius, sem var fyrsti fatlaði hlauparinn sem keppt hefur á Ólympíuleikunum hefur verið laus gegn tryggingu frá því í febrúar en málið hefur vakið gríðarmikla athygli í Suður Afríku og víðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×