Erlent

Norðmenn hyggjast netvæða Norðurskautið

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Norðurskautið.
Norðurskautið. Mynd/AP
Norska símfyrirtækið Telenor Satellite Broadcasting hefur tekið höndum saman við Norsku geimrannsóknastöðina um að kanna hagkvæmni þess að koma á netsambandi á Norðurskautinu.

Bo Andersen, yfirmaður Norsku geimrannsóknarstöðvarinnar, segir í viðtali við AP fréttastofuna að netsamband gæti komist þar á snemma á næsta áratug, fáist til þess fjármagn bæði frá einkaaðilum og opinberum stofnunum.

Talið er að kostnaðurinn við að koma á loft nýjum gervihnöttum sem geta annað svæðinu liggi á bilinu 40 til 80 milljarðar íslenskra króna.

Hlýnun jarðar og bráðnun íss veldur því að útgerðar- og olíufyrirtæki fikra sig æ lengra norður á bóginn, auk þess sem skipaferðum fjölgar.

Norðmenn eru ekki einir um hituna, því geimrannsóknarstöð Kanada hefur verið að skoða kosti og galla þess að fara út í sams konar framkvæmdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×