Manndóminum fórnað fyrir rautt spjald Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2013 07:15 Pétur Viðarsson trúði ekki sínum eigin augum þegar honum var vikið af velli gegn Víkingum sumarið 2011. Fréttablaðið/Daníel Magnús Þórir Matthíasson verður fjarri góðu gamni í 7. umferð Pepsi-deildar karla á sunnudaginn þegar Keflavík sækir Stjörnuna heim. Magnús missti stjórn á skapi sínu og stuggaði við Jordan Halsman, leikmanni Fram, sem henti sér í jörðina. Óþolandi hegðun. Hjá báðum aðilum. Það færist í vöxt og sér ekki fyrir endann á því hve lágt knattspyrnumenn leggjast til þess að bæta stöðu síns liðs. Virðast því engin takmörk sett hve kjánalega menn eru tilbúnir að hegða sér til að fiska rautt spjald á andstæðinginn. Nú er ég alls ekki að afsaka heimskulega hegðun Magnúsar Þóris í fyrrnefndu atviki, enda átti hann rauða spjaldið skilið. Reglurnar eru skýrar hvað það varðar. Hann bauð hættunni heim og átti að vita betur. Staðreyndin er hins vegar sú að hefði Halsman staðið í fæturna eru allar líkur á að niðurstaðan hefði orðið tiltal til Keflvíkingsins eða í mesta lagi áminning. Gunnar Jarl Jónsson hefði ekki neyðst til þess að reka Magnús af velli.Aumingjaskapur Björgólfur Takefusa, þá leikmaður Víkings, fiskaði FH-inginn Pétur Viðarsson af velli með svipuðum hætti sumarið 2011. Var sem allur máttur hyrfi úr fótum Björgólfs þegar leikmennirnir stungu saman höfðum. Samkvæmt reglunum þurfti dómari leiksins að reka Pétur af velli. Sem betur fer, fyrir alla þá sem ofbauð aumingjaskapur Björgólfs, unnu FH-ingar leikinn. Steininn tók úr í leik FH og Keflavíkur síðastliðið sumar. Þá áttu Guðjón Árni Antoníusson og Jóhann Birnir Guðmundsson eitthvað vantalað. Fór svo að Guðjón Árni henti sér í jörðina með tilþrifum við fyrsta tækifæri og fiskaði vin sinn af velli. Jóhanni Birni var svo misboðið að hann hraunaði yfir Guðjón í viðtali eftir leikinn. Hann trúði ekki sínum eigin augum. Vinur hans hafði leitt hann í gildru. Hversu lágt geta menn lagst?Óásættanleg hegðun Því miður eru dæmin miklu fleiri en þessi þrjú en engu að síður er sjálfsagt að rifja þau upp. Leikmennirnir sem hentu sér í jörðina urðu sér til skammar. „Árásaraðilarnir“ tóku út refsingu samkvæmt reglum en hinir sluppu vel, enda leikaraskapur sem þessi, á einhvern ótrúlegan hátt, orðinn samþykktur hluti af leiknum. En svo þarf ekki að vera. Þótt dómarar verði að fara eftir reglum geta fjölmiðlar, sparkspekingar, þjálfarar, liðsfélagar og stuðningsmenn lýst yfir óánægju sinni með gang mála og reynt að hamla hegðun sem þessari. Verði þessi pistill til þess að Halsman, Björgólfur eða Guðjón Árni hugsi sig tvisvar um næst, þegar færi gefst á að fiska rautt spjald, er til einhvers unnið. Vonandi hugsa fleiri hreystimenni úr Pepsi-deild karla sinn gang. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Magnús Þórir Matthíasson verður fjarri góðu gamni í 7. umferð Pepsi-deildar karla á sunnudaginn þegar Keflavík sækir Stjörnuna heim. Magnús missti stjórn á skapi sínu og stuggaði við Jordan Halsman, leikmanni Fram, sem henti sér í jörðina. Óþolandi hegðun. Hjá báðum aðilum. Það færist í vöxt og sér ekki fyrir endann á því hve lágt knattspyrnumenn leggjast til þess að bæta stöðu síns liðs. Virðast því engin takmörk sett hve kjánalega menn eru tilbúnir að hegða sér til að fiska rautt spjald á andstæðinginn. Nú er ég alls ekki að afsaka heimskulega hegðun Magnúsar Þóris í fyrrnefndu atviki, enda átti hann rauða spjaldið skilið. Reglurnar eru skýrar hvað það varðar. Hann bauð hættunni heim og átti að vita betur. Staðreyndin er hins vegar sú að hefði Halsman staðið í fæturna eru allar líkur á að niðurstaðan hefði orðið tiltal til Keflvíkingsins eða í mesta lagi áminning. Gunnar Jarl Jónsson hefði ekki neyðst til þess að reka Magnús af velli.Aumingjaskapur Björgólfur Takefusa, þá leikmaður Víkings, fiskaði FH-inginn Pétur Viðarsson af velli með svipuðum hætti sumarið 2011. Var sem allur máttur hyrfi úr fótum Björgólfs þegar leikmennirnir stungu saman höfðum. Samkvæmt reglunum þurfti dómari leiksins að reka Pétur af velli. Sem betur fer, fyrir alla þá sem ofbauð aumingjaskapur Björgólfs, unnu FH-ingar leikinn. Steininn tók úr í leik FH og Keflavíkur síðastliðið sumar. Þá áttu Guðjón Árni Antoníusson og Jóhann Birnir Guðmundsson eitthvað vantalað. Fór svo að Guðjón Árni henti sér í jörðina með tilþrifum við fyrsta tækifæri og fiskaði vin sinn af velli. Jóhanni Birni var svo misboðið að hann hraunaði yfir Guðjón í viðtali eftir leikinn. Hann trúði ekki sínum eigin augum. Vinur hans hafði leitt hann í gildru. Hversu lágt geta menn lagst?Óásættanleg hegðun Því miður eru dæmin miklu fleiri en þessi þrjú en engu að síður er sjálfsagt að rifja þau upp. Leikmennirnir sem hentu sér í jörðina urðu sér til skammar. „Árásaraðilarnir“ tóku út refsingu samkvæmt reglum en hinir sluppu vel, enda leikaraskapur sem þessi, á einhvern ótrúlegan hátt, orðinn samþykktur hluti af leiknum. En svo þarf ekki að vera. Þótt dómarar verði að fara eftir reglum geta fjölmiðlar, sparkspekingar, þjálfarar, liðsfélagar og stuðningsmenn lýst yfir óánægju sinni með gang mála og reynt að hamla hegðun sem þessari. Verði þessi pistill til þess að Halsman, Björgólfur eða Guðjón Árni hugsi sig tvisvar um næst, þegar færi gefst á að fiska rautt spjald, er til einhvers unnið. Vonandi hugsa fleiri hreystimenni úr Pepsi-deild karla sinn gang.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira