Enski boltinn

Carroll skrifaði undir sex ára samning

Carroll í leik gegn Arsenal.
Carroll í leik gegn Arsenal.
West Ham er búið að kaupa framherjann Andy Carroll frá Liverpool. West Ham greiðir metfé fyrir framherjann síðhærða eða 15 milljónir punda.

Tap Liverpool á leikmanninum er aftur á móti mikið en Liverpool greiddi 35 milljónir punda fyrir Carroll á sínum tíma.

Carroll skrifaði undir sex ára samning við félagið með möguleika á tveggja ára framlengingu.

"Það er frábært fyrir mig að vera hér. Ég virkilega naut þess að spila hér síðasta vetur," sagði Carroll en hann var í láni hjá félaginu síaðsta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×