Erlent

Risavaxið smástirni fór framhjá jörðinni í gærkvöld

Risavaxið smástirni þaut framhjá jörðinni í gærkvöldi á rúmlega 38 þúsund kílómetra hraða.

Grjótið ber heitið 1998 QE2 og er 2,7 kílómetrar í þvermál. Það svipar því nokkuð til smástirnisins sem útrýmdi tæplega 80 prósent alls lífs á jörðinni fyrir 65 milljónum ára.

Engin ástæða var til að óttast loftsteininn enda var hann í tæplega sex milljón kílómetra fjarlægð frá Jörðinni.

Til samanburðar er tunglið okkar í um 400 hundruð þúsund kílómetra fjarlægð.

Til að setja stærð smástirnisins í samhengi er vert að minnast á að það hefur sitt eigið tungl og dró það með sér framhjá jörðinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×