Erlent

Nýr forsætisráðherra Palestínumanna

JBG skrifar
Abbas hefur útnefnt nýjan forsætisráðherra sem menn gera ráð fyrir að sé handgengnari honum en forverinn.
Abbas hefur útnefnt nýjan forsætisráðherra sem menn gera ráð fyrir að sé handgengnari honum en forverinn.

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, útnefndi í gær lítt þekktan háskólamann sem nýjan forsætisráðherra: Rami Hamdallah tekur við af Salam Fayyad, sem er vel virtur hagfræðingur en hann átti í stöðugum erjum við Abbas og þótti sjálfstæður í embættisfærslum sínum. Hamdallah þykir líklegri til að vera handgengnari forsetanum, en hann er óreyndur á hinum pólitíska vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×