Erlent

Allt á floti í Mið-Evrópu

JBG skrifar
Flóðin í Mið-Evrópu eru mikil en fjórir hafa látist þeirra vegna og fjölmargra er saknað. Ástandið er einna verst í Tékklandi.
Flóðin í Mið-Evrópu eru mikil en fjórir hafa látist þeirra vegna og fjölmargra er saknað. Ástandið er einna verst í Tékklandi.

Fjórir hafa látist og í það minnsta átta er saknað í miklum flóðum í Mið-Evrópu.

Gríðarleg ofankoma hefur verið þar að undanförnu og hafa ár hækkað þannig að komið er yfir hættumörk. Ástandið er mjög slæmt í Austurríki, Þýskalandi og Tékklandi og hefur fjöldi manna þurft að yfirgefa heimili sín.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Prag þar sem flóðin eru að ná sögulegu hámarki. Helstu umferðaræðum hefur verið lokað og lestarsamgöngur liggja niðri. Rafmagni hefur víða verið slegið út í öryggisskini.

Forsætisráðherra Tékklands, Petr Necas, kallaði saman stjórn sína á neyðarfund í gær og hefur herinn verið kallaður út til aðstoðar, en víða er reynt að hindra vatnsflauminn með sandpokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×