Erlent

Allt við að sjóða uppúr í Tyrklandi

JBG skrifar
Götuvíti í Ankara. Átök í Tyrklandi magnast.
Götuvíti í Ankara. Átök í Tyrklandi magnast.

Í morgun brutust út átök milli tyrkneskra mótmælenda og öryggissveita lögreglunnar.

Kveikt var í skrifstofubyggingum og varpað var eldsprengjum á lögregluna sem svöruðu með því að skjóta táragasi á mótmælendur. Reist hafa verið götuvígi í Ankara en svo virðist sem nú sé að sjóða uppúr á fjórða degi mótmæla. Upphafið voru friðsöm mótmæli gegn fyrirhugaðri byggingu verslunarmiðstöðvar sem lögregla brást harkalega við.

Átökin magnast og hafa Sameinuðu þjóðirnar, yfirvöld á Bretlandi og í Bandaríkjunum lýst yfir furðu á hörku yfirvalda.

Sjá nánar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×