Erlent

Scooter yfirbugaður með rafbyssu

ÞJ skrifar
Lamadýrið Scooter var síður en svo samvinnuþýður.
Lamadýrið Scooter var síður en svo samvinnuþýður. Mynd/AP

Lamadýrið Scooter lét aldeilis hafa fyrir sér þegar hann slapp úr girðingu sinni um helgina, en lögregluþjónar sáu sig knúna til að skjóta á dýrið með rafbyssu til að yfirbuga hann.

Eigandi Scooters kallaði til lögreglunnar í Tallahassee í Flórída á laugardag, en þá höfðu þegar borist tilkynningar íbúa um úlfalda og alpaka á vappi um hverfið.

Scooter, sem er sjö vetra og vel á annað hundrað kíló að þyngd, reyndist hins vegar erfiður viðfangs og þrátt fyrir að sex lögregluþjónar reyndu sitt besta til að koma honum á kerru gaf hann sig ekki fyrr en hann hafði verið skotinn með rafbyssunni.

Eigandinn sleppur sennilega við sekt, en lofaði lögreglu að styrkja girðinguna sem hýsir Scooter og þrjú önnur lamadýr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×