Erlent

Ellefu börn féllu í sprengjuárásum

Þorgils Jónsson skrifar
mynd/AFP

Níu skólabörn voru meðal þeirra tólf sem létust þegar sjálfsmorðsprengjuárás var gerð á bandaríska sendisveit við opinbera byggingu í austurhluta Afganistan í dag.

Tveir meðlimir í hersveitum NATO létust einnig í sprengingunni sem og einn afganskur lögreglumaður.

Börnin voru á aldrinum tíu til sextán ára og voru á leiðinni heim að loknum skóladegi þegar maður kom aðvífandi á vélhjóli og sprengdi sig í loft upp.

Auk þess létu sjö aðrir afganskir borgarar lífið í Austur-Afganistan, þar af tvö börn, þegar bifreið sem þau voru í ók yfir jarðsprengju, en Talibanar sækja nú fram víða um land.

Afganskar öryggissveitir bera nú hitann og þungann af baráttunni gegn hryðjuverkamönnum þar sem alþjóðlegar hersveitir draga sífellt úr herstyrk sínum í landinu eftir tólf ára veru.

Talsmaður innanríkisráðuneytisins sagði í viðtali við fjölmiðla að þrátt fyrir að árásir væru tíðar, stæðu öryggissveitirnar fyrir sínu og Talibanar hafi hvergi náð nýrri fótfestu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×