Erlent

Mestu flóð í 70 ár

JBG skrifar
Dóná flæðir hressilega yfir bakka sína.
Dóná flæðir hressilega yfir bakka sína.

Mið-Evrópa á nú í verstu flóðum í 70 ár en einkum eru það Þýskaland, Austuríki, Sviss og Tékkland sem eru illa leikin. Passau, bær í suðaustur-Þýskalandi er nánast á kafi en vatn hefur hækkað svo í farvegum sínum að uppúr flæðir.

Fréttir erlendra fjölmiðla um tölu látinna vegna flóðanna eru misvísandi, ýmist er talað um 9 eða 8, eins og sagt er í Reuter-skeyti. Björgunarbátar fara um svæðið og hefur þýski herinn verið sendur á vettvang, 1,760 hermenn eru nú við björgunarstörf. Í Prag er ástandið einnig skelfilegt og hefur Karlsbrúnni, einni þekktustu og elstu brúm í heimi, verið lokað vegna vatnsflaumsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×