Erlent

Smyglköttur handsamaður í rússnesku fangelsi

ÞJ skrifar
Fangaverðir náðu í hnakkadrambið á þessum bífræfna smyglketti. Hann reyndist hafa farsíma og hleðslutæki límda um sig miðjan.
Fangaverðir náðu í hnakkadrambið á þessum bífræfna smyglketti. Hann reyndist hafa farsíma og hleðslutæki límda um sig miðjan. Mynd/AP

Verðir í fangabúðum í nágrenni við borgina Syktyvkar í Rússlandi, um 1.000 kílómetra norð-austur af  Moskvu, ráku upp stór augu á dögunum þegar þeir komu auga á kött á vappi við girðinguna, en sá virtist bera eitthvað á sér.

Í ljós kom að einhver hafði límt nokkra farsíma og hleðslutæki um köttinn miðjan, að öllum líkindum til að koma tækjunum til fanga sem þar voru í haldi.

Það er ekki óheyrt að fangar reyni að smygla tækjum inn fyrir múra fangelsisins, yfirleitt með því að bera fé á verði, en slíkt hefur aldrei áður komið upp, í þessu fangelsi hið minnsta.

Ekki lá fyrir hvernig kötturinn er talinn hafa átt að koma tækjunum til réttra viðtakanda. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×