Erlent

Sextugri konu bjargað úr rústunum

Á neðstu hæð hússins, sem hrundi til grunna, var verslun Hjálpræðishersins.
Á neðstu hæð hússins, sem hrundi til grunna, var verslun Hjálpræðishersins.

Björgunarsveitarmönnum í Fíladelfíu í Bandaríkjunum tókst að bjarga enn einum úr rústunum í morgun, en eins og fram hefur komið í fréttum hrundi fjögurra hæða hús í Fíladelfíu með þeim afleiðingum að sex fórust. Fjórtan hefur nú verið bjargað, en hin 61 ára gömlu Myru Plekam, sem bjargað var í morgun, var flutt frá slysstað með sjúkrabíl. Erlendir lýsa björgun hennar sem ljósi í myrkrinu og kváðu við fagnaðaróp lögreglumanna, slökkviliðsmanna og sjúkraliðs sem er að störfum á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×