Erlent

Pútín skilur við eiginkonu sína

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
mynd/AFP

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur skilið að borði og sæng við Lyudmilu eiginkonu sína til þrjátíu ára. Þetta tilkynnti hann fjölmiðlum eftir ballettsýningu sem þau hjónin voru viðstödd í Moskvu í dag.

Ástæðuna segja þau vera annríki Pútíns í forsetaembættinu, en bæði töluðu þau við fréttamenn eftir tilkynninguna. Ákvörðunin var sameiginleg og búa þau nú hvort í sínu lagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×