Erlent

Tókst að yfirbuga krókódíl

Þrír hafa látist í krókódílaárásum nálægt Borneóeyjum síðan í janúar.
Þrír hafa látist í krókódílaárásum nálægt Borneóeyjum síðan í janúar. MYND/AFP

Fiskimaður í Indónesíu komst heldur betur í hann krappan þegar risavaxinn krókódíll réðst á hann nálægt  Borneóeyjum á dögunum. Manninum tókst að yfirbuga krókódílinn en sauma þurfti 80 spor í handlegg hans. 

Maðurinn, sem er 41. árs, var í veiðitúr og átti sér einskis ills von  þegar dýrið kom skyndilega að bátnum og dró hann ofan í vatnið. Maðurinn dó ekki ráðalaus heldur barðist við krókódílinn, kýldi hann nokkrum sinnum í augun og höfuðið svo hann endaði á að sleppa takinu. Þá var maðurinn fluttur beinustu leið á sjúkrahús þar sem hlúð var að honum.

Lögreglumaður á svæðinu segir þetta vera þriðju alvarlegu krókódílaárásina í nágreninu síðan í janúar. Í síðasta mánuði réðist krókódíll á fiskimann og gleypti hann í sig. Dýrið skildi höfuð mannsins eftir fljótandi í vatninu þar sem fjölskylda hans kom að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×