Erlent

Játar til að sleppa við dauðarefsingu

Robert Bales myrti 16 þorpsbúa í Afganistan 11. mars árið 2012. Réttað verður yfir honum í næstu viku.
Robert Bales myrti 16 þorpsbúa í Afganistan 11. mars árið 2012. Réttað verður yfir honum í næstu viku.

Hermaðurinn Robert Bales var sturlaður og niðurbrotinn þegar hann slapp af varðstöð sinni í sunnanverðu Afganistan og skaut til bana 16 þorpsbúa í nálægu þorpi.

Þetta segir verjandi hans, John Henry Brown, í samtali við Associeated Press, en í næstu viku mun Bales verða yfirheyrður í opnum réttarhöldum um atvikið 11. mars árið 2012, sem telst eitt hið skelfilegasta í stríðinu í Afganistan. Að sögn mun Bales játa skýlaust brot sitt, í von um að sleppa við dauðarefsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×