Erlent

Facebook í vandræðum með dónaskapinn

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Facebook ætlar að herða reglur vegna Fb-síðna sem kunna að innihalda það sem flokka má sem hatursfulla orðræðu.
Facebook ætlar að herða reglur vegna Fb-síðna sem kunna að innihalda það sem flokka má sem hatursfulla orðræðu.

Stjórnendur Facebook Inc. segja að þeim hafi ekki tekist sem skyldi að koma í veg fyrir það sem má flokka sem hatursfulla og fordómafulla umræðu. Og að auglýsendur sumir hverjir hafi dregið auglýsingar sínar til baka vegna þessa. Í tilkynningu á þriðjudag lýsa þeir þessu sem vandamáli og þeim hafi ekki tekist að fjarlægja síður sem innihalda móðgandi efni eins og þeir ætluðu, svo sem síður sem innihalda kvenfyrirlitningu. Reuter greinir frá.

Breska útgáfan af Media Week tilkynnti á miðvikudag að 13 vörumerki hafi dregið auglýsingar sínar til baka af Facebook og New York Times greindi svo frá því að japanski bílaframleiðandinn Nissan sé þeirra á meðal. Talsmaður Nissan, David Reuter, sagði að fyrirtækið hafi beðið Facebook um að fjarlægja auglýsingar fyrirtækisins af breskum Facebooksíðum þar sem markhópur þeirra átti til að rata inn á slíkar síður. Facebook hefur brugðist við með því að segjast ætla að setja upp strangari reglur.

Í síðustu viku birti hópur sem kallar sig Women, Action & the Media opið bréf á Facebook þar sem fyrirtækið var hvatt til að bregðast við síðum sem gera lítið úr konum og/eða hefja upp ofbeldi gegn þeim. Jafnframt var skorað á Facebooknotendur að tilkynna fyrirtækjum um ef auglýsingar þeirra birtust nálægt slíkum síðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×