Erlent

Assad varar Ísraela við

Assad hefur komið sér upp hátæknilegum rússneskum varnareldflaugum sem Ísraelar líta á sem mikla ógn.
Assad hefur komið sér upp hátæknilegum rússneskum varnareldflaugum sem Ísraelar líta á sem mikla ógn.

Bashar al-Assad Sýrlandsforseti varar Ísraelsmenn við því að öllum loftárásum af þeirra hálfu verði svarað í sömu mynt og af fullri hörku.

Assad sagði þetta í viðtali við líbanska sjónvarpsstöð og sagði að það væri krafa á hendur honum að koma upp hernaðarviðbúnaði gegn Ísrael á Gólan-hæðum. Þá sagði hann jafnframt að Sýrlendingar væru búnir að koma sér upp rússnesku hátæknilegu varnarkerfi en Ísraelsmenn hafa lýst eldflaugum Assads sem alvarlegri ógn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×