Erlent

Sýrlenskar konur kynferðislega misnotaðar

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Þessi unga kona var seld í hjónaband.
Þessi unga kona var seld í hjónaband.

Sýrlenskar konur eru kynferðislega misnotaðar í Jórdaníu þangað sem þær hafa flúið styrjaldarástand í heimalandinu.



Ástandið í Sýrlandi er skelfilegt, innan landamæra en ástandið er ekki mikið betra fyrir Sýrlendinga utan landamæranna. Nú eru meira en hálf milljón Sýrlendinga flóttamenn í Jórdaníu og búa flestir í flóttabúðum við skelfilegar aðstæður.  Meirihluti þeirra eru konur og börn, með takmörkuð fjárráð og litlar sem engar eigur. Þeim er skipað til og frá af þeim sem stjórna búðunum. Konur í búðunum hafa ófagra sögur að segja af framferði þeirra; að verðirnir í búðunum gangi í skrokk á konum og nauðgi þeim.

Utan búðanna reyna margar konur að draga fram lífið. Og eiga ekki margra kosta völ. Margar þeirra neyðast til að leggja fyrir sig vændi, vegna neyðarinnar. BBC greinir frá því að vændi færist mjög í aukana í Jórdaníu við sýrlensku landamærin.

Þaetta er þó ekki eina nauðungin sem blasir við: Margar ungar stúlkur eru neyddar til að ganga í hjónaband með sér miklu eldri mönnum. Þær eru beinlínis seldar í hjónaband svo fjölskyldurnar fá fé til viðurværis. Ein þeirra segist í viðtali við BBC tárvot að hún geti vart talað um eiginmann sinn sem manneskju; svo leiki hann sig. Hún segir að hann hafi einungis gifst henni sér til skemmtunar og umgangist hana sem leikfang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×