Ætla að einkavæða bresku póstþjónustuna Jóhannes Stefánsson skrifar 31. maí 2013 21:17 Bresk yfirvöld segja einkavæðinguna vera rökrétt skref. Mynd/ AFP Breska póstþjónustan, Roal Mail, hefur verið starfrækt af hinu opinbera allar götur síðan 1516 þegar hún hóf að flytja bréf og pakka fyrir Henry áttunda. En allt er þetta breytingum háð því nú hyggjast bresk stjórnvöld einkavæða Royal Mail. Einkavæðingin er liður í því að hagræða í rekstri hins opinbera en lengi hefur staðið til að einkavæða póstþjónustuna. Eins og gilti um póstþjónustur í öðrum löndum drógust tekjur Roal Mail verulega saman þegar tölvupóstsamskipti tóku við af hefðbundum sniglapósti, en þetta hefur þó breyst eftir að menn hafa í auknum mæli farið að versla vörur á netinu. Royal Mail er einn stærsti vinnuveitandi Bretlands og bresk yfirvöld hafa ákveðið að 10% af hlutafé þess skuli verða í eigu starfsmanna þess. Breski atvinnuvegaráðherrann, Michael Fallon, sagði í ræðu í aprílmánuði að einkavæðingin væri „rökrétt og hagnýt út frá viðskiptasjónarmiðum." Fallon bætti við: „Ef Royal Mail hefur ekki aðgang að lausafjármörkuðum í bráð og lengd þá er útséð að hvert einasta pund sem félagið tekur að láni er pund sem bætist á skuldir ríkissjóðs. Enginn ábyrgur aðili gæti lagt slíkt til við núverandi ástand." Verkalýðsfélagið „Communications Union," sem starfar í umboði starfsmanna póstþjónustunnar hefur lagst gegn einkavæðingunni. Verkalýðsfélagið segir einkavæðinguna munu verða slæma fyrir starfsmenn og viðskiptavini félagsins. Talsmaður verkalýðsfélagsins sagði „Bankar munu græða 30 milljónir punda þegar hið opinbera selur Royal Mail. Enn og aftur eru það viðskiptavinirnir sem munu tapa þegar verðin hækka og þjónustan minnkar og það verða bankarnir sem græða milljónir." Verkalýðsfélagið hefur einnig bent á að Margaret Thatcher sem einkavæddi á sínum tíma orku og fjarskiptafyrirtæki lagðist alltaf gegn einkavæðingu Royal Mail. Thatcher mun hafa sagt að hún ætlaði sér ekki að einkavæða „höfuð drottningarinnar," en frímerki Royal Mail eru merkt myndum af englandsdrottningu. Nánar er fjallað um málið á vef NYTimes. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Breska póstþjónustan, Roal Mail, hefur verið starfrækt af hinu opinbera allar götur síðan 1516 þegar hún hóf að flytja bréf og pakka fyrir Henry áttunda. En allt er þetta breytingum háð því nú hyggjast bresk stjórnvöld einkavæða Royal Mail. Einkavæðingin er liður í því að hagræða í rekstri hins opinbera en lengi hefur staðið til að einkavæða póstþjónustuna. Eins og gilti um póstþjónustur í öðrum löndum drógust tekjur Roal Mail verulega saman þegar tölvupóstsamskipti tóku við af hefðbundum sniglapósti, en þetta hefur þó breyst eftir að menn hafa í auknum mæli farið að versla vörur á netinu. Royal Mail er einn stærsti vinnuveitandi Bretlands og bresk yfirvöld hafa ákveðið að 10% af hlutafé þess skuli verða í eigu starfsmanna þess. Breski atvinnuvegaráðherrann, Michael Fallon, sagði í ræðu í aprílmánuði að einkavæðingin væri „rökrétt og hagnýt út frá viðskiptasjónarmiðum." Fallon bætti við: „Ef Royal Mail hefur ekki aðgang að lausafjármörkuðum í bráð og lengd þá er útséð að hvert einasta pund sem félagið tekur að láni er pund sem bætist á skuldir ríkissjóðs. Enginn ábyrgur aðili gæti lagt slíkt til við núverandi ástand." Verkalýðsfélagið „Communications Union," sem starfar í umboði starfsmanna póstþjónustunnar hefur lagst gegn einkavæðingunni. Verkalýðsfélagið segir einkavæðinguna munu verða slæma fyrir starfsmenn og viðskiptavini félagsins. Talsmaður verkalýðsfélagsins sagði „Bankar munu græða 30 milljónir punda þegar hið opinbera selur Royal Mail. Enn og aftur eru það viðskiptavinirnir sem munu tapa þegar verðin hækka og þjónustan minnkar og það verða bankarnir sem græða milljónir." Verkalýðsfélagið hefur einnig bent á að Margaret Thatcher sem einkavæddi á sínum tíma orku og fjarskiptafyrirtæki lagðist alltaf gegn einkavæðingu Royal Mail. Thatcher mun hafa sagt að hún ætlaði sér ekki að einkavæða „höfuð drottningarinnar," en frímerki Royal Mail eru merkt myndum af englandsdrottningu. Nánar er fjallað um málið á vef NYTimes.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira